Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2024 21:37 Ensku landsliðsmennirnir fagna fyrsta marki sínu í kvöld sem Ollie Watkins skoraði. Getty/Eddie Keogh Englendingar komust á topp síns riðils í Þjóðadeildinni eftir 3-0 útisigur á Grikklandi í kvöld. Grikkir unnu Englendinga á Wembley á dögunum en þeir ensku hefndu fyrir það tap í kvöld. Það voru mikil forföll í enska landsliðinu í leiknum en það kom ekki að sök. Ollie Watkins kom Englandi í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir stoðsendingu frá Noni Madueke. Englendingar komust í 2-0 á 78. mínútu en markið er skráð sem sjálfsmark markvarðarins Odisseas Vlachodimos. Jude Bellingham átti þá skot sem fór í stöngina og út en fór síðan af markverðinum og inn. Curtis Jones hefur verið að gera góða hluti með Liverpool og hann skoraði þriðja markið á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Morgan Gibbs-White. Góður sigur hjá enska landsliðinu og toppsæti riðilsins er þeirra. Þjóðadeild karla í fótbolta
Englendingar komust á topp síns riðils í Þjóðadeildinni eftir 3-0 útisigur á Grikklandi í kvöld. Grikkir unnu Englendinga á Wembley á dögunum en þeir ensku hefndu fyrir það tap í kvöld. Það voru mikil forföll í enska landsliðinu í leiknum en það kom ekki að sök. Ollie Watkins kom Englandi í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir stoðsendingu frá Noni Madueke. Englendingar komust í 2-0 á 78. mínútu en markið er skráð sem sjálfsmark markvarðarins Odisseas Vlachodimos. Jude Bellingham átti þá skot sem fór í stöngina og út en fór síðan af markverðinum og inn. Curtis Jones hefur verið að gera góða hluti með Liverpool og hann skoraði þriðja markið á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Morgan Gibbs-White. Góður sigur hjá enska landsliðinu og toppsæti riðilsins er þeirra.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti