Iniesta hefur gengið frá kaupunum á danska félaginu FC Helsingör. Helsingör spilar í dönsku þriðju deildinni.
„Ég vil þróa áfram og betrum bæta félagið,“ sagði hinn fertugi Iniesta. Aftonbladet segir frá.
Hann mætir á völlinn annað kvöld þegar FC Helsingör tekur á móti Ishöj.
Fyrirtæki i eigu Iniesta hefur fjárfest í hlutum í danska fótboltafélaginu
„Það sem ég hef séð er allt mjög jákvætt. Ég er því fullur bjartsýni þegar ég gerist hluteigandi í félaginu. Ég vil líka nýta mér mikla reynslu mína úr mörgum menningarheimum,“ sagði Iniesta.
Iniesta endaði feril sinn í Japan og á Arabíuskaganum en frægastur er hann fyrir mögnuð ár sín með Barceona og spænska landsliðinu.
Iniesta var í aðalhlutverki í spænska liðinu sem vann þrjú stórmót í röð; EM 2008, HM 2010 og EM 2012. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik HM í Suður Afríku 2010.
Iniesta setti skóna upp á hillu 9 október síðastliðinn en hann spilaði síðast með liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
FC Helsingör er sem stendur í sjöunda sæti í dönsku C-deildinni.