Þetta staðfestir Þórarinn Hjartarson, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins, í samtali við Vísi. Þórarinn hafði þá auglýst væntanlega viðtalið á „aðdáendasíðu“ sinni en auglýsingin var fjarlægð skömmu síðar.
Mikið havarí hefur gengið yfir síðan að gömul bloggskrif Þórðar Snæs voru rifjuð upp í viðtali í Spursmálum á dögunum. Til að mynda var rifjað upp að á árunum 2006 og 2007 hafi hann haldið úti bloggsíðu sem bar heitið thessarelskur.blogspot.com. Skrifin lýsa bagalegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Skrifin þykja mjög niðrandi.
„Ég svo sem skil hann alveg, marg í að súast núna. Ég er kannski versti en kannski sá besti til að mæta í viðtal til núna. Hann bara afbókaði sig og sagði að staðan væri snúin og ég skil það. Hann var búinn að bóka sig nokkrum dögum áður en hann fór til Stefáns Einars,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi.
Katrín Júlíusdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar, sagði í samtali við mbl.is að eðlilegt væri að breytingar verði á dagskrá eða að maður komi í manns stað. Hún sagði yfirlýsingu Kristrúnar Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, frá því í gær standa.