„Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2024 22:16 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Álftanes vann Grindavík 90-88 í háspennuleik. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn en vildi þó ekki meina að liðið hafi átt eitthvað inni eftir að hafa tapað tveimur leikjum í framlengingu. „Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Sjá meira
„Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Sjá meira