Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar