Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar 15. nóvember 2024 17:33 Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun