Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 15:06 Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, (t.v.) mælist vinsælasti stjórnmálamaður landsins um þessar mundir. Sumir sósíaldemókratar vilja að hann leysi Olaf Scholz kanslara (t.h.) af hólmi sem leiðtogi flokksins fyrir kosningar í febrúar. Vísir/EPA Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58