Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 18:58 Heimir ósáttur með sína menn í dag en Lee Carsley er hinn rólegasti fyrir aftan. Vísir/Getty Enska landsliðið í knattspyrnu valtaði yfir nágranna sína frá Írlandi þegar liðin mættust í Þjóðadeildinni á Wembley í dag. Rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks breytti leiknum. Fyrir leikinn í dag voru Englendingar og Grikkir með tólf stig í tveimur efstu sætum riðilsins en Írar voru með sex stig í þriðja sætinu. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en gult spjald sem Liam Scales fékk skömmu fyrir hálfleik átti eftir að draga dilk á eftir sér. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Englendingar nefnilega vítaspyrnu og Scales sitt annað gula spjald. Gula spjaldið var nokkuð harður dómur en þeim ensku var alveg sama um það. Harry Kane skoraði af öryggi úr vítinu og fimm mínútum síðar voru þeir Anthony Gordon og Conor Gallagher báðir búnir að bæta við mörkum. Jarrod Bowen skoraði fjórða markið á 76. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Taylor Harwood-Bellis sitt fyrsta landsliðsmark í sínum fyrsta landsleik en hann hafði aðeins verið inni á vellinum í fjórtán mínútur. What a moment for Taylor Harwood-Bellis.What an incredible second half at @wembleystadium! 😅 https://t.co/EItBzUQcQn pic.twitter.com/67Gz6dRKXi— England (@England) November 17, 2024 Lokatölur 5-0 fyrir England og lærisveinar Heimis þurfa því að sætta sig við stórt tap gegn nágrönnunum. Mörkin úr leiknum á Wembley má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands
Enska landsliðið í knattspyrnu valtaði yfir nágranna sína frá Írlandi þegar liðin mættust í Þjóðadeildinni á Wembley í dag. Rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks breytti leiknum. Fyrir leikinn í dag voru Englendingar og Grikkir með tólf stig í tveimur efstu sætum riðilsins en Írar voru með sex stig í þriðja sætinu. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en gult spjald sem Liam Scales fékk skömmu fyrir hálfleik átti eftir að draga dilk á eftir sér. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Englendingar nefnilega vítaspyrnu og Scales sitt annað gula spjald. Gula spjaldið var nokkuð harður dómur en þeim ensku var alveg sama um það. Harry Kane skoraði af öryggi úr vítinu og fimm mínútum síðar voru þeir Anthony Gordon og Conor Gallagher báðir búnir að bæta við mörkum. Jarrod Bowen skoraði fjórða markið á 76. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Taylor Harwood-Bellis sitt fyrsta landsliðsmark í sínum fyrsta landsleik en hann hafði aðeins verið inni á vellinum í fjórtán mínútur. What a moment for Taylor Harwood-Bellis.What an incredible second half at @wembleystadium! 😅 https://t.co/EItBzUQcQn pic.twitter.com/67Gz6dRKXi— England (@England) November 17, 2024 Lokatölur 5-0 fyrir England og lærisveinar Heimis þurfa því að sætta sig við stórt tap gegn nágrönnunum. Mörkin úr leiknum á Wembley má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti