Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 19:47 Diljá Mist Einarsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira