Íslenski boltinn

Birkir Valur yfir­gefur HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi Guðmundsson og Birkir Valur Jónsson eru báðir farnir frá HK eftir að hafa verið hjá félaginu nánast alla sína tíð.
Ómar Ingi Guðmundsson og Birkir Valur Jónsson eru báðir farnir frá HK eftir að hafa verið hjá félaginu nánast alla sína tíð. vísir/diego

Bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson hefur yfirgefið herbúðir HK sem féll úr Bestu deild karla í haust.

Birkir Valur hefur leikið með HK allan sinn feril ef frá er talið hálft ár hjá Spartak Trnava í Slóvakíu.

Birkir Valur lék 26 af 27 leikjum HK í Bestu deildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Hann hefur alls leikið 96 leiki í efstu deild auk 85 leikja í B-deild. Birkir Valur lék 27 leiki með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma.

Hinn 26 ára Birkir Valur hefur verið orðaður við FH sem endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar.

Auk Birkis Vals eru Eiður Gauti Snæbjörnsson og Atli Hrafn Andrason farnir frá HK. Þá hætti Ómar Ingi Guðmundsson þjálfun liðsins eftir síðasta tímabil. Hermann Hreiðarsson var ráðinn í hans stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×