Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 17:35 Haukarnir fögnuðu í dag. Haukar eru komnir í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV á heimavelli. Þá eru ÍR-ingar sömuleiðis komnir áfram eftir sigur á Akureyri. Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í handboltanum á síðustu árum. Leikur þeirra á Ásvöllum í dag var í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins og heimamenn í Haukum voru betra liðið til að byrja með. Þeir komust í 8-4 forystu eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru með frumkvæðið. Lokakafli fyrri hálfleiks var þó fínn hjá Eyjaliðinu sem minnkaði muninn í eitt mark og staðan í hálfleik var 15-14. Í síðari hálfleik héldu Eyjamenn í við heimaliðið í upphafi. Um miðbik hálfleiksins breyttu Haukar hins vegar stöðunni úr 21-19 í 26-19 og gengu frá leiknum. Lokatölur 37-29 og Haukar komnir í 8-liða úrslit. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skaut Andri Fannar Elísson beint í andlitið á Pavel Miskevich úr vítakasti og fékk rautt spjald fyrir vikið, líkt og Miskevich sem brást ókvæða við vítakastinu og réðist að Andra Fannari. Össur Haraldsson var magnaður hjá Haukum með 13 mörk úr 14 skotum. Skarphéðinn Ívar Einarsson kom næstur með 6 mörk. Hjá ÍBV skoruðu Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson 6 mörk hvor. ÍR sótti sigur norður yfir heiðar Á Akureyri mættust lið Þórs og ÍR en Þórsarar leika í Grill 66-deildinni en ÍR-ingar í Olís-deildinni. Þar byrjuðu heimamenn frábærlega og komust í 10-5 en ÍR-liðið náði að minnka muninn og staðan í hálfleik var 17-16. Jafnt var á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 30-29 fyrir ÍR náðu gestirnir 6-1 kafla og heimamönnum tókst ekki að svara. Lokatölur 38-32 og ÍR komið áfram í 8-liða úrslit. Hrannar Ingi Jóhannsson skoraði 13 mörk fyrir ÍR og Bernard Darkoh 8 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur Þórsara með 8 mörk, Sigurður Ringsted Sigurðsson skoraði 7 mörk og Oddur Grétarsson 6. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Þór Akureyri ÍR Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í handboltanum á síðustu árum. Leikur þeirra á Ásvöllum í dag var í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins og heimamenn í Haukum voru betra liðið til að byrja með. Þeir komust í 8-4 forystu eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru með frumkvæðið. Lokakafli fyrri hálfleiks var þó fínn hjá Eyjaliðinu sem minnkaði muninn í eitt mark og staðan í hálfleik var 15-14. Í síðari hálfleik héldu Eyjamenn í við heimaliðið í upphafi. Um miðbik hálfleiksins breyttu Haukar hins vegar stöðunni úr 21-19 í 26-19 og gengu frá leiknum. Lokatölur 37-29 og Haukar komnir í 8-liða úrslit. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skaut Andri Fannar Elísson beint í andlitið á Pavel Miskevich úr vítakasti og fékk rautt spjald fyrir vikið, líkt og Miskevich sem brást ókvæða við vítakastinu og réðist að Andra Fannari. Össur Haraldsson var magnaður hjá Haukum með 13 mörk úr 14 skotum. Skarphéðinn Ívar Einarsson kom næstur með 6 mörk. Hjá ÍBV skoruðu Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson 6 mörk hvor. ÍR sótti sigur norður yfir heiðar Á Akureyri mættust lið Þórs og ÍR en Þórsarar leika í Grill 66-deildinni en ÍR-ingar í Olís-deildinni. Þar byrjuðu heimamenn frábærlega og komust í 10-5 en ÍR-liðið náði að minnka muninn og staðan í hálfleik var 17-16. Jafnt var á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 30-29 fyrir ÍR náðu gestirnir 6-1 kafla og heimamönnum tókst ekki að svara. Lokatölur 38-32 og ÍR komið áfram í 8-liða úrslit. Hrannar Ingi Jóhannsson skoraði 13 mörk fyrir ÍR og Bernard Darkoh 8 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur Þórsara með 8 mörk, Sigurður Ringsted Sigurðsson skoraði 7 mörk og Oddur Grétarsson 6.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Þór Akureyri ÍR Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira