Sport

Hófu nýtt tíma­bil af krafti

Sindri Sverrisson skrifar
Dagur Benediktsson og Matthías Kristinsson fara vel af stað á keppnistímabilinu.
Dagur Benediktsson og Matthías Kristinsson fara vel af stað á keppnistímabilinu. Samsett/SKÍ

Dagur Benediktsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, og Matthías Kristinsson, landsliðsmaður í alpagreinum, geta vel við unað eftir byrjun sína á keppnistímabilinu.

Dagur keppti á sínu fyrsta móti í vetur um helgina þegar hann keppti í Muonio í Finnlandi. Hann keppti þar í tíu kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð á laugardaginn og endaði í 61. sæti með 135,90 FIS-stig.

Hann bætti svo um betur og endaði í 47. sæti með 76,72 stig í gær.

Matthías hóf sitt tímabil á þremur svigmótum í skíðahúsinu Snö í Osló í byrjun nóvember.

Hann vann bronsverðlaun á fyrsta mótinu, silfur á öðru mótinu og endaði svo í 4. sæti á þriðja mótinu eftir að hafa þá verið með besta tímann að lokinni fyrri ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×