Segja má að kosningabaráttan sé nú að hefjast fyrir alvöru þar sem þingstörfum lauk í dag og fjárlög voru samþykkt. Við heyrum í forsætisráðherra sem segist ekki sjá eftir neinu og sjáum myndir frá því þegar þingheimur kvaddi fráfaranda forseta Alþingis með blómvendi.
Þá mætir Kristján Már Unnarsson í myndver og fer yfir eina stærstu fréttina úr þinginu í dag en þar var smíði nýrrar Ölfusárbrúar tryggð. Áætlað er að verkið kosti tæpa átján milljarða króna.
Við heyrum einnig í skólameistara Menntaskólans í Reykjavík og hittum nemendur sem sakna vinanna í verkfalli. Þá sjáum við myndir frá heimili sem gjöreyðilagðist í bruna en tilviljun réði því að fjölskyldan sem þar bjó slapp heil á húfi.
Auk þess kíkjum við á kattasýningu og í Sportpakkanum verður rætt við þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta um stórleikinn fram undan. Strax að loknum kvöldfréttum kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Sigmundar Davíðs.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.