Framarar unnu öruggan nítján marka sigur í Reykjavíkurslag við Víking en leikurinn var á heimavelli Víkinga en spilaður á gamla heimavelli Framara í Safamýrinni.
Fram vann leikinn 42-24 eftir að hafa verið 20-9 yfir í hálfleik.
Reynir Þór Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram en þeir Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Tryggvi Garðar Jónsson voru með fimm mörk hvor. Marel Baldvinsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir fjögur mörk.
Sigurður Páll Matthíasson og Kristófer Snær Þorgeirsson voru markahæstir hjá Víkingum með fimm mörk hvor.
Áður höfðu komust í átta liða úrslitin lið Hauka, ÍR, Stjörnunnar og KA. Nú stendur yfir leikur HK og Aftureldingar.
Síðustu tveir leikir sextán liða úrslitanna verða ekki spilaðir fyrr en í desember en þar mætast lið Selfoss og FH annars vegar og lið Vals og Gróttu hins vegar.