Innlent

Leiðindafæri á Austur­landi og víða þung­fært

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Snjóþekja er á Fjarðarheiðinni. 
Snjóþekja er á Fjarðarheiðinni.  Visir/Sigurjón

Leiðindafæri er víða á Austurlandi og þungfært nokkuð víða. Unnið er á mokstri en það gæti tekið tíma. Einnig er ófært um Öxi, Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, segir að þungfært sé á Fagradal og í Skriðdal en þæfingsfærð er á nokkrum fáfarnari leiðum. Snjóþekja er á Fjarðarheiði og á nokkrum öðrum leiðum annars er hálka eða hálkublettir.

Vegagerðin bendir þeim sem eiga leið um Fagradal á að nú er hægt að fá sent SMS fyrir snjóflóðahættu á Fagradal. Þeim sem vilja skrá sig á SMS-listann er bent á að senda ábendingu inn á vegagerdin.is þar sem taka þarf fram nafn og gsm númer. Einnig er hægt að hafa samband við upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.

Á Norðurlandi er þæfingsfærð og snjókoma er á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi en snjóþekja eða hálka á öðrum leiðum og eitthvað um éljagang.

Á Vestfjörðum er Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en snjóþekja á Gemlufallsheiði. Enn er verið að kanna ástand nokkuð víða og kom upplýsingar um leið og þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×