Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:17 Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun