Dómarinn fluttur í burtu á börum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Mitch Dunning lá sárþjáður á eftir á ísnum í leik Colorado Avalanche og Philadelphia Flyers. Getty/Gregory Fisher Dómari í bandaríska íshokkíinu slasaðist illa í leik í NHL-deildinni í vikunni. Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024 Íshokkí Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024
Íshokkí Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira