Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar 20. nóvember 2024 07:45 Minningardagur trans fólks 2024 Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs. Fólks sem dó fyrir það eitt að falla ekki inn í staðalímynd fjöldans um hvað sé "normal". Fólks sem dó fyrir það eitt að vera fullkomlega sátt við sjálft sig og þorði að vera öðruvísi í heimi sem vill helst að öll falli snyrtilega í ákveðin box. Aldrei áður síðan mælingar hófust, hafa fallið jafn mörg og árið 2023 og nú þegar eru vísbendingar um að þessi tala verði enn hærri í ár, 2024 og hafa samt hvert ár frá Covid verið met ár í voðaverkum gegn trans fólki á heimsvísu, sérstaklega trans konum af frumbyggja ættum, eða öðrum húðlit en hvítum. En hafa ber í huga að þessi tala um ca 300 - 500 einstaklinga á ári er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem aðeins einstaklingar sem hafa á einn eða annan hátt náð að fá staðfest að þau séu trans eru hluti af þessum lista. Einnig þarf að hafa í huga að þetta eru virkilega háar tölur þegar um 0,2 - 0,5% mannkyns er að ræða þegar er verið að fjalla um trans konur sérstaklega, en þær eru sá hluti trans fólks sem eru langoftast myrtar og/eða verða fyrir grófu ofbeldi. https://transrespect.org/en/trans-murder-monitoring/tmm-resources/ Nú stefnir í að það verði sprenging í sjálfsvígum hjá ungu trans fólki í BNA og eru mannréttindasamtök á fullu með herferðir í gangi þar sem þau eru að grátbiðja unga fólkið um að gefast ekki upp. https://www.msnbc.com/top-stories/latest/lgbtq-crisis-hotlines-trump-anti-trans-election-rcna179464 https://apnews.com/article/transgender-rights-trump-title-ix-1b9d3a1d928ea78c21372da63600c6d1 Nokkrir þingmenn Maga hreyfingar Repúblikanaflokksins, hafa nú þegar sagt vera tilbúnir með lagafrumvörp þessi efni að útrýma tilvist trans fólks í lagalegum skilningi (trans fólk verður ekki til lagalega og þar með ekki viðurkennt að trans fólk sé í raun og veru til) og að öll heilbrigðisþjónusta við trans fólk sem á sér stað nú þegar, verði hætt og hægt verði að lögsækja og dæma í fangelsi þá lækna sem sinna heilbrigðisþjónustu við trans fólk. https://translegislation.com/ Við á litla Íslandi erum ekki óhult gagnvart aukningu hægri öfga afla sem vilja feta sama veg og Maga liðið. Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins, hafa lýst yfir því að það þurfi að vinda ofan af "woke vitleysunni" og eiga þar við lagaleg réttindi trans fólks sérstaklega eins og lög um Kynrænt Sjálfræði frá 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum frá 2023 þar sem þingmenn Miðflokks lögðust gegn því að banna bælingarmeðferðir þegar kæmi að trans fólki, með þeim rökum að hugsanlega væri um einstaklinga sem ættu við geðræn vandamál að stríða (trans = geðveiki mýtan sem hefur verið notuð aftur og aftur og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum) sem þyrftu á "sértækri" meðferð að halda. Staðreyndin er sú að trans fólk er fólk eins og annað fólk og við erum að finna í öllum stéttum, öllum þjóðfélagshópum, öllum menningarhópum og í gegnum söguna þá höfum við alltaf verið til. https://www.hrc.org/resources/seven-things-about-transgender-people-that-you-didnt-know Það sem er hins vegar nýtt á nálinni er þetta mikla hatur í garð trans fólks og þá sérstaklega trans kvenna og má algjörlega rekja til pólitíkunnar þar sem viðkvæmur minnihlutahópur hefur verið markvisst notaður til að veiða atkvæði með því að búa til gervi ógn, sem sökum fáfræðis hefur magnast upp í múgsefjun þar sem hið vænsta fólk er farið að trúa að agnarlítill hluti mannkyns sé í raun og veru ógn, þegar raunin er sú að raunverulega ógnin er getuleysi stjórnmálanna til að ráða við og finna lausnir á þeim sameiginlegu vandamálum sem heimsbyggðin öll glímir við á borð við hnatthlýnun. 20 nóvember hvert ár minnumst við trans systkyna okkar sem urðu fórnarlömb fáfræðis, fordóma og haturs og við leyfum okkur að gráta, enn einnig minnast þeirra allra með gleði, því þau voru svo sannarlega ljósálfar í myrkvuðum heimi og svo höldum við, sem enn lifum, áfram að berjast gegn hatrinu, með gleðina og ástina að vopni, því þrátt fyrir allt og alla, þá erum við sem höfum tekist að fara í gegnum allt það ferli sem fylgir því að vera trans, að lifa okkar besta og sannasta lífi. Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, fyrirlesari, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Minningardagur trans fólks 2024 Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs. Fólks sem dó fyrir það eitt að falla ekki inn í staðalímynd fjöldans um hvað sé "normal". Fólks sem dó fyrir það eitt að vera fullkomlega sátt við sjálft sig og þorði að vera öðruvísi í heimi sem vill helst að öll falli snyrtilega í ákveðin box. Aldrei áður síðan mælingar hófust, hafa fallið jafn mörg og árið 2023 og nú þegar eru vísbendingar um að þessi tala verði enn hærri í ár, 2024 og hafa samt hvert ár frá Covid verið met ár í voðaverkum gegn trans fólki á heimsvísu, sérstaklega trans konum af frumbyggja ættum, eða öðrum húðlit en hvítum. En hafa ber í huga að þessi tala um ca 300 - 500 einstaklinga á ári er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem aðeins einstaklingar sem hafa á einn eða annan hátt náð að fá staðfest að þau séu trans eru hluti af þessum lista. Einnig þarf að hafa í huga að þetta eru virkilega háar tölur þegar um 0,2 - 0,5% mannkyns er að ræða þegar er verið að fjalla um trans konur sérstaklega, en þær eru sá hluti trans fólks sem eru langoftast myrtar og/eða verða fyrir grófu ofbeldi. https://transrespect.org/en/trans-murder-monitoring/tmm-resources/ Nú stefnir í að það verði sprenging í sjálfsvígum hjá ungu trans fólki í BNA og eru mannréttindasamtök á fullu með herferðir í gangi þar sem þau eru að grátbiðja unga fólkið um að gefast ekki upp. https://www.msnbc.com/top-stories/latest/lgbtq-crisis-hotlines-trump-anti-trans-election-rcna179464 https://apnews.com/article/transgender-rights-trump-title-ix-1b9d3a1d928ea78c21372da63600c6d1 Nokkrir þingmenn Maga hreyfingar Repúblikanaflokksins, hafa nú þegar sagt vera tilbúnir með lagafrumvörp þessi efni að útrýma tilvist trans fólks í lagalegum skilningi (trans fólk verður ekki til lagalega og þar með ekki viðurkennt að trans fólk sé í raun og veru til) og að öll heilbrigðisþjónusta við trans fólk sem á sér stað nú þegar, verði hætt og hægt verði að lögsækja og dæma í fangelsi þá lækna sem sinna heilbrigðisþjónustu við trans fólk. https://translegislation.com/ Við á litla Íslandi erum ekki óhult gagnvart aukningu hægri öfga afla sem vilja feta sama veg og Maga liðið. Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins, hafa lýst yfir því að það þurfi að vinda ofan af "woke vitleysunni" og eiga þar við lagaleg réttindi trans fólks sérstaklega eins og lög um Kynrænt Sjálfræði frá 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum frá 2023 þar sem þingmenn Miðflokks lögðust gegn því að banna bælingarmeðferðir þegar kæmi að trans fólki, með þeim rökum að hugsanlega væri um einstaklinga sem ættu við geðræn vandamál að stríða (trans = geðveiki mýtan sem hefur verið notuð aftur og aftur og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum) sem þyrftu á "sértækri" meðferð að halda. Staðreyndin er sú að trans fólk er fólk eins og annað fólk og við erum að finna í öllum stéttum, öllum þjóðfélagshópum, öllum menningarhópum og í gegnum söguna þá höfum við alltaf verið til. https://www.hrc.org/resources/seven-things-about-transgender-people-that-you-didnt-know Það sem er hins vegar nýtt á nálinni er þetta mikla hatur í garð trans fólks og þá sérstaklega trans kvenna og má algjörlega rekja til pólitíkunnar þar sem viðkvæmur minnihlutahópur hefur verið markvisst notaður til að veiða atkvæði með því að búa til gervi ógn, sem sökum fáfræðis hefur magnast upp í múgsefjun þar sem hið vænsta fólk er farið að trúa að agnarlítill hluti mannkyns sé í raun og veru ógn, þegar raunin er sú að raunverulega ógnin er getuleysi stjórnmálanna til að ráða við og finna lausnir á þeim sameiginlegu vandamálum sem heimsbyggðin öll glímir við á borð við hnatthlýnun. 20 nóvember hvert ár minnumst við trans systkyna okkar sem urðu fórnarlömb fáfræðis, fordóma og haturs og við leyfum okkur að gráta, enn einnig minnast þeirra allra með gleði, því þau voru svo sannarlega ljósálfar í myrkvuðum heimi og svo höldum við, sem enn lifum, áfram að berjast gegn hatrinu, með gleðina og ástina að vopni, því þrátt fyrir allt og alla, þá erum við sem höfum tekist að fara í gegnum allt það ferli sem fylgir því að vera trans, að lifa okkar besta og sannasta lífi. Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, fyrirlesari, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar