Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Eiríkur Rafn Stefánsson, faðir sem verður fyrir áhrifum verkfallsins. vísir/BJarni Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. „Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli. Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
„Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli.
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira