Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 22:04 Sigríður og Andrés eru ósammála um ágæti þess að vera woke. Andrés Ingi segist reyndar ekki vita hvað það þýðir. Vísir Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir. Umræða um eitthvað sem kallað hefur verið woke-ismi verður sífellt meira áberandi í umræðunni hvort sem það er hér á landi eða erlendis. Ekki eru allir sammála um hvað það þýðir að vera woke, og ekki er heldur til íslenskt hugtak yfir fyrirbærið sem náð hefur einhverri útbreiðslu. Andrés og Sigríður tókust á um hugtakið og ágæti þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á Vísi var í vikunni gerð könnun þar sem lesendur svöruðu því hvort þeir skilgreindu sig sem woke eða ekki. Niðurstaðan var sú að 7,8 prósent skilgreindu sig sem woke, 32 prósent sögðust ekki vera woke og 60,1 prósent sögðust ekki vita hvað það þýðir. En hvað þýðir það að vera woke? Woke orðið meira væluhugtak en það áður var „Þetta er góð spurning, ég hef ekki orðið vör við eitthvað íslenskt heiti yfir þetta, þetta er kannski einhvers konar árvekni hefur mér dottið í hug, en mér finnst það samt of jákvætt orð. Við hvetjum til árvekni í umferðinni og svona. Þetta er samt gamalt heiti notað í engilsaxneskum löndum, notað svona stay woke, verið á varðbergi, þá er verið að tala um einhverja minnihlutahópa, og verið á varðbergi fyrir samfélagsbreytingum sem koma ykkur illa eða eitthvað svoleiðis. Þetta er rótin,“ segir Sigríður. Svo hafi þetta þróast og sé núna allt í einu „alpha og omega“ í allri stjórnmálaumræðu. Woke sé nú orðið meira væluhugtak en þetta áður var. Enginn stjórnmálamaður stígi fram og segi „ég er woke.“ „En hugmyndafræðin virðist ganga út á það að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og menn þurfa að heyja einhverja baráttu.“ Sigríður nefnir klósettmál sem dæmi um woke-isma sem kom inn í lagasetningu. „Klósettmál á veitingastöðum og í fyrirtækjum hafa bara ekkert verið neitt vandamál í sjálfu sér. Vinnustaðir hafa bara viljað auðvitað útbúa vinnustaðina sína þannig að flestum líði sem best. En allt í einu varð einhver umræða sem varð mjög hávær um það að það þyrfti að vera kynlaus klósett, mætti ekki merkja klósett körlum og konum,“ segir Sigríður. Sigmundur Davíð kvartaði yfir „woke afbökun íslenskunnar“ um helgina.Vísir Þetta hafi gert fyrirtækjum erfitt fyrir sem höfðu bara tvö klósett, og þurftu að bæta þriðja klósettinu við. „Þessi umræða einhvern veginn fór á flug og menn bara spyrja biddu er eitthvað fórnarlamb i þessu öllu saman? Þetta er svona dæmi um woke-isma sem kemur inn í lagasetningu.“ Hugtakið flutt inn af Miðflokksmönnum til að hnýta í réttindabaráttu Andrés Ingi segist sennilega vilja flokka sig með 60 prósentunum í áðurnefndri könnun Vísis sem sögðust ekki vita hvað hugtakið þýðir. Hann segir að honum finnist hugtakið hafa verið flutt inn af Miðflokksstrákunum á síðustu árum, einmitt til að hnýta í alls konar réttindabaráttu. Hann segir að klósettdæmið snúist um lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019. Lögin segi að til viðbótar við karl og kvenskráningu geti fólk valið þriðju hlutlausu kynskráninguna í Þjóðskrá. „Og það segir líka þar sem er gert ráð fyrir kynjaskiptingu í samfélaginu þá eigi að taka tillit til þessa þriðja möguleika. Sumir vinnustaðir hafa í framhaldinu reynt að laga sig að þessu, klósettin eru oft þannig að þau eru bara lítil herbergi með klósetti og vaski bara hlið við hlið. Vinnueftirlitið hefur komið inn á þessa staði og sagt heyrðu þetta má ekki af því reglugerðin leyfir það ekki,“ segir Andrés Ingi. Þórdís gaf ekki mikið fyrir athugasemdir Sigmundar.Vísir Fólk sakað um að vera vælukjóar fyrir að standa með réttindum Hann segir að þetta þýði ekki að það megi ekki merkja karla og kvenna, það þurfi bara að vera möguleiki til staðar til að takast á við réttindi fólks til að skilgreina kyn sitt sjálft og vera með hlutlausa kynskráningu. „Þetta eru lagaleg réttindi, og það er ekkert væl að finnast það bara eðlilegt að samfélagið bregðist við því.“ „Mér finnst woke stimpillinn notaður á akkurat svona dæmi, þar sem fólk er mögulega komið með ákveðin réttindi, og fólk sem stendur með þeim réttindum sakaðir um að vera vælukjóar. Á meðan mesta vælið í þessari klósettumræðu er einmitt fólk í einhverri herferð fyrir því að geta haldið aðskildum klósettum sem enginn er í rauninni að kalla eftir,“ segir Andrés. Menn farnir að nota hatursorðræðuhugtakið fjálglega Sigríður víkur þá talinu að hatursorðræðu. Hún segir að hér sé ákvæði í lögum sem geri það refsivert að smána hóp manna á grundvelli kynþáttar og alls konar, og menn séu farnir að nota það svolítið fjálglega. Hún segist hafa lagt fram frumvarp árið 2019 um breytingar á þessu ákvæði í hegningarlögum, þannig það yrði þrengt aðeins. „Ég sá að það var farið að dæma fólk fyrir ummæli, fyrir að hringja inn í þátt eins og þennan, fólk sem er ekki vel máli farið hringir inn í svona þætti og lýsir skoðunum sínum á mönnum og málefnum, og það hafa fallið dómar í Hæstarétti - menn hafa verið sakfelldir fyrir slíkar innhringingar. Þetta er auðvitað komið langt út fyrir allt sem eðlilegt getur talist,“ segir Sigríður. Hún segir að í frumvarpinu árið 2019 hafi staðið að þessi orðræða þyrfti að hvetja til ofbeldis eða eitthvað slíkt til að vera refsiverð. „Því að eins og lögin eru í dag og þetta ákvæði, þá er bara hægt að fella mjög mikið undir einvhverja hatursorðræðu - og þá erum við bara farin að stíga á tjáningarfrelsið.“ Hún segir að þróunin í Bretlandi hvað hatursorðræðulöggjöf varðar sé ógnvænleg. Þar sé verið að banka heima hjá fólki, ömmum, öfum og blaðamönnum fyrir einhverjar færslur sem fólk setur um hugleiðingar og hugrenningar á samfélagsmiðlum. „Það er verið að handtaka fólk takk fyrir,“ segir hún. „Menn vilja sýna árvekni í garð alls konar hópa, jaðarsettra hópa og svona, það er alveg eðlilegt ... en getum við ekki verið sammála um að það séu ekki mannréttindi fólks að móðgast ekki?“ Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Umræða um eitthvað sem kallað hefur verið woke-ismi verður sífellt meira áberandi í umræðunni hvort sem það er hér á landi eða erlendis. Ekki eru allir sammála um hvað það þýðir að vera woke, og ekki er heldur til íslenskt hugtak yfir fyrirbærið sem náð hefur einhverri útbreiðslu. Andrés og Sigríður tókust á um hugtakið og ágæti þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á Vísi var í vikunni gerð könnun þar sem lesendur svöruðu því hvort þeir skilgreindu sig sem woke eða ekki. Niðurstaðan var sú að 7,8 prósent skilgreindu sig sem woke, 32 prósent sögðust ekki vera woke og 60,1 prósent sögðust ekki vita hvað það þýðir. En hvað þýðir það að vera woke? Woke orðið meira væluhugtak en það áður var „Þetta er góð spurning, ég hef ekki orðið vör við eitthvað íslenskt heiti yfir þetta, þetta er kannski einhvers konar árvekni hefur mér dottið í hug, en mér finnst það samt of jákvætt orð. Við hvetjum til árvekni í umferðinni og svona. Þetta er samt gamalt heiti notað í engilsaxneskum löndum, notað svona stay woke, verið á varðbergi, þá er verið að tala um einhverja minnihlutahópa, og verið á varðbergi fyrir samfélagsbreytingum sem koma ykkur illa eða eitthvað svoleiðis. Þetta er rótin,“ segir Sigríður. Svo hafi þetta þróast og sé núna allt í einu „alpha og omega“ í allri stjórnmálaumræðu. Woke sé nú orðið meira væluhugtak en þetta áður var. Enginn stjórnmálamaður stígi fram og segi „ég er woke.“ „En hugmyndafræðin virðist ganga út á það að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og menn þurfa að heyja einhverja baráttu.“ Sigríður nefnir klósettmál sem dæmi um woke-isma sem kom inn í lagasetningu. „Klósettmál á veitingastöðum og í fyrirtækjum hafa bara ekkert verið neitt vandamál í sjálfu sér. Vinnustaðir hafa bara viljað auðvitað útbúa vinnustaðina sína þannig að flestum líði sem best. En allt í einu varð einhver umræða sem varð mjög hávær um það að það þyrfti að vera kynlaus klósett, mætti ekki merkja klósett körlum og konum,“ segir Sigríður. Sigmundur Davíð kvartaði yfir „woke afbökun íslenskunnar“ um helgina.Vísir Þetta hafi gert fyrirtækjum erfitt fyrir sem höfðu bara tvö klósett, og þurftu að bæta þriðja klósettinu við. „Þessi umræða einhvern veginn fór á flug og menn bara spyrja biddu er eitthvað fórnarlamb i þessu öllu saman? Þetta er svona dæmi um woke-isma sem kemur inn í lagasetningu.“ Hugtakið flutt inn af Miðflokksmönnum til að hnýta í réttindabaráttu Andrés Ingi segist sennilega vilja flokka sig með 60 prósentunum í áðurnefndri könnun Vísis sem sögðust ekki vita hvað hugtakið þýðir. Hann segir að honum finnist hugtakið hafa verið flutt inn af Miðflokksstrákunum á síðustu árum, einmitt til að hnýta í alls konar réttindabaráttu. Hann segir að klósettdæmið snúist um lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019. Lögin segi að til viðbótar við karl og kvenskráningu geti fólk valið þriðju hlutlausu kynskráninguna í Þjóðskrá. „Og það segir líka þar sem er gert ráð fyrir kynjaskiptingu í samfélaginu þá eigi að taka tillit til þessa þriðja möguleika. Sumir vinnustaðir hafa í framhaldinu reynt að laga sig að þessu, klósettin eru oft þannig að þau eru bara lítil herbergi með klósetti og vaski bara hlið við hlið. Vinnueftirlitið hefur komið inn á þessa staði og sagt heyrðu þetta má ekki af því reglugerðin leyfir það ekki,“ segir Andrés Ingi. Þórdís gaf ekki mikið fyrir athugasemdir Sigmundar.Vísir Fólk sakað um að vera vælukjóar fyrir að standa með réttindum Hann segir að þetta þýði ekki að það megi ekki merkja karla og kvenna, það þurfi bara að vera möguleiki til staðar til að takast á við réttindi fólks til að skilgreina kyn sitt sjálft og vera með hlutlausa kynskráningu. „Þetta eru lagaleg réttindi, og það er ekkert væl að finnast það bara eðlilegt að samfélagið bregðist við því.“ „Mér finnst woke stimpillinn notaður á akkurat svona dæmi, þar sem fólk er mögulega komið með ákveðin réttindi, og fólk sem stendur með þeim réttindum sakaðir um að vera vælukjóar. Á meðan mesta vælið í þessari klósettumræðu er einmitt fólk í einhverri herferð fyrir því að geta haldið aðskildum klósettum sem enginn er í rauninni að kalla eftir,“ segir Andrés. Menn farnir að nota hatursorðræðuhugtakið fjálglega Sigríður víkur þá talinu að hatursorðræðu. Hún segir að hér sé ákvæði í lögum sem geri það refsivert að smána hóp manna á grundvelli kynþáttar og alls konar, og menn séu farnir að nota það svolítið fjálglega. Hún segist hafa lagt fram frumvarp árið 2019 um breytingar á þessu ákvæði í hegningarlögum, þannig það yrði þrengt aðeins. „Ég sá að það var farið að dæma fólk fyrir ummæli, fyrir að hringja inn í þátt eins og þennan, fólk sem er ekki vel máli farið hringir inn í svona þætti og lýsir skoðunum sínum á mönnum og málefnum, og það hafa fallið dómar í Hæstarétti - menn hafa verið sakfelldir fyrir slíkar innhringingar. Þetta er auðvitað komið langt út fyrir allt sem eðlilegt getur talist,“ segir Sigríður. Hún segir að í frumvarpinu árið 2019 hafi staðið að þessi orðræða þyrfti að hvetja til ofbeldis eða eitthvað slíkt til að vera refsiverð. „Því að eins og lögin eru í dag og þetta ákvæði, þá er bara hægt að fella mjög mikið undir einvhverja hatursorðræðu - og þá erum við bara farin að stíga á tjáningarfrelsið.“ Hún segir að þróunin í Bretlandi hvað hatursorðræðulöggjöf varðar sé ógnvænleg. Þar sé verið að banka heima hjá fólki, ömmum, öfum og blaðamönnum fyrir einhverjar færslur sem fólk setur um hugleiðingar og hugrenningar á samfélagsmiðlum. „Það er verið að handtaka fólk takk fyrir,“ segir hún. „Menn vilja sýna árvekni í garð alls konar hópa, jaðarsettra hópa og svona, það er alveg eðlilegt ... en getum við ekki verið sammála um að það séu ekki mannréttindi fólks að móðgast ekki?“
Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira