Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 09:32 Rafael Nadal þerrar tárin á kveðjustundinni í Málaga í gærkvöld. Getty/Clive Brunskill Spænska tennisgoðsögnin Rafa Nadal kvaddi með tár á hvarmi, og sömuleiðis mátti sjá tár í augum áhorfenda, eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í gærkvöld. Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira