Húsið keyptu þau af hjónunum Sigríði Huldu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa og formanns skólanefndar grunnskóla í Garðabæ, og Þorsteini Þorsteinsyni fyrrverandi skólameistara Fjölbrautarskólans í Garðabæ.
Um er að ræða 223 fermetra hús sem var byggt árið 2000. Húsið stendur á 982 fermetra eignarlóð, sem var hönnuð af Stanislah Bohic, með fallegu útsýni yfir Gálgahraun, hafið, að Esjunni, Akrafjalli, Snæfellsjökli og víðar.
Eignin skiptist í forstofu, opið og bjart alrými, sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stofurýmið er opið og bjart með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Þar má sjá veglegan arinn sem gefur rýminu mikinn karakter.





Úr húsbíl í einbýli
Nýverið settu hjónin tvær eignir í miðbæ Reykjavíkur á sölu, við Ránargötu og aðra við Þingholtsstræti. Parið hefur undanfarið ár flakkað heimshorna á milli líkt og fylgjendur Ásu á samfélagsmiðlum vita mæta vel, meðal annars í uppgerðum húsbíl.