Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Árni Sæberg skrifar 20. nóvember 2024 11:51 Sorpa þarf að öllum líkindum að stofna hlutafélag. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur farið fram á það að hagnaðardrifinn hluti Sorpu verði færður í hlutafélag. Þannig muni ólögmæt ríkisaðstoð í formi undanþágu tekjuskattskyldu falla niður. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi í kjölfar kvörtunar verið með til meðferðar mál sem varðar meinta ólögmæta ríkisaðstoð til Sorpu í formi undanþágu frá tekjuskatti. Sorpa bjóði upp á fjölbreytta þjónustu auk þess að sinna meðhöndlun á heimilisúrgangi. Sorpa reki stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna stöðu sinnar sem samvinnufélag í eigu sveitarfélaga sé Sorpa undanþegin greiðslu tekjuskatts og kvartandi hafi talið það fela í sér röskun á samkeppni. Má ekki lengur samkvæmt EES-samningnum Árið 2023 hafi ESA upplýst íslensk stjórnvöld um bráðabirgðaniðurstöðu sína að undanþága Sorpu frá tekjuskatti fæli í sér „viðvarandi aðstoð“ þar sem ráðstöfunin hefði verið í gildi frá því fyrir gildistöku EES-samningsins. ESA hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að umrædd ríkisaðstoð samrýmdist ekki lengur EES-samningnum og því bæri að afnema hana. Þar sem tekjuskattsundanþágan teldist viðvarandi aðstoð þyrftu íslensk stjórnvöld ekki að endurheimta aðstoð sem veitt hefur verið áður. Hafa til 2027 til að bregðast við Íslensk stjórnvöld hafi fallist á röksemdir ESA og hafi í kjölfarið rætt mögulegar lausnir við ESA. Á grundvelli þeirra úrræða sem íslensk stjórnvald hafi borið undir ESA hafi ESA í ákvörðuninni í dag lagt til nokkrar aðgerðir, þar á meðal að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu færist yfir í hlutafélag sem ber tekjuskatt. Það myndi stuðla að því að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og að farið yrði að EES-rétti. Íslensk stjórnvöld hafi nú einn mánuð til að tilkynna ESA hvort þau samþykki umræddar aðgerðir. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar geti ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Verði aðgerðirnar samþykktar þurfi að hrinda þeim í framkvæmd fyrir 1. janúar 2027. Sorpa Sorphirða Evrópusambandið Skattar og tollar EFTA Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi í kjölfar kvörtunar verið með til meðferðar mál sem varðar meinta ólögmæta ríkisaðstoð til Sorpu í formi undanþágu frá tekjuskatti. Sorpa bjóði upp á fjölbreytta þjónustu auk þess að sinna meðhöndlun á heimilisúrgangi. Sorpa reki stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna stöðu sinnar sem samvinnufélag í eigu sveitarfélaga sé Sorpa undanþegin greiðslu tekjuskatts og kvartandi hafi talið það fela í sér röskun á samkeppni. Má ekki lengur samkvæmt EES-samningnum Árið 2023 hafi ESA upplýst íslensk stjórnvöld um bráðabirgðaniðurstöðu sína að undanþága Sorpu frá tekjuskatti fæli í sér „viðvarandi aðstoð“ þar sem ráðstöfunin hefði verið í gildi frá því fyrir gildistöku EES-samningsins. ESA hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að umrædd ríkisaðstoð samrýmdist ekki lengur EES-samningnum og því bæri að afnema hana. Þar sem tekjuskattsundanþágan teldist viðvarandi aðstoð þyrftu íslensk stjórnvöld ekki að endurheimta aðstoð sem veitt hefur verið áður. Hafa til 2027 til að bregðast við Íslensk stjórnvöld hafi fallist á röksemdir ESA og hafi í kjölfarið rætt mögulegar lausnir við ESA. Á grundvelli þeirra úrræða sem íslensk stjórnvald hafi borið undir ESA hafi ESA í ákvörðuninni í dag lagt til nokkrar aðgerðir, þar á meðal að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu færist yfir í hlutafélag sem ber tekjuskatt. Það myndi stuðla að því að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og að farið yrði að EES-rétti. Íslensk stjórnvöld hafi nú einn mánuð til að tilkynna ESA hvort þau samþykki umræddar aðgerðir. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar geti ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Verði aðgerðirnar samþykktar þurfi að hrinda þeim í framkvæmd fyrir 1. janúar 2027.
Sorpa Sorphirða Evrópusambandið Skattar og tollar EFTA Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira