Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 13:45 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur sín vel í Póllandi. VÍSIR/VILHELM Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson mætir fyrirliða sínum úr landsliðinu, Aroni Pálmarssyni, þegar Wisla Plock og Veszprém mætast í Meistaradeild Evrópu í handbolta á morgun. Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni