Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 13:45 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur sín vel í Póllandi. VÍSIR/VILHELM Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson mætir fyrirliða sínum úr landsliðinu, Aroni Pálmarssyni, þegar Wisla Plock og Veszprém mætast í Meistaradeild Evrópu í handbolta á morgun. Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira