Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Kári Mímisson skrifar 20. nóvember 2024 21:03 Jasmine Dickey var öflug í liði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Keflavíkur tóku á móti nýliðum Tindastóls í sjöundu umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Eftir afar spennandi og dramatískan leik var niðurstaðan sú að Íslandsmeistararnir unnu eins stigs sigur, 90-89 í miklum spennutrylli þar sem úrslitin réðust á loka andartökum leiksins. Keflavík byrjaði betur fyrstu mínúturnar og komust í 16-11 áður en Stólastúlkur hertu sig saman bæði í vörn og sókn. Liðið kláraði fyrsta leikhluta með 16-5 kafla og héldu svo uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Keflavík gekk þó ágætlega að halda í við þær liðið sýndi fína spretti á köflum. Það leynir sér þó ekki að gæðin í byrjunarliði Tindastóls eru mikil og hin stóra og stæðilega Oumoul Sarr var frábær fyrir norðanstúlkur í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 20 stig. Tindastóll leiddi með 10 stigum þegar haldið var til hálfleiks, 39-49 var staðan. Heimakonur komu þó mun betur stemmdar inn í seinni hálfleikinn og tókst að herða vörn sína og voru fljótlega búnar að jafna leikinn. Í fjórða leikhluta voru þær svo komnar með fína forystu en gestirnir frá Sauðárkróki neituðu að gefast upp og tókst að minnka leikinn niður í tvö stig. Loka mínútan var svo æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Mélissa Diawakana brunaði sókn og flestir reiknuðu með leikhléi sem Israel Martin, þjálfari Tindastóls, vildi meina að hann hafi tekið. Að lokum fékk Tindastóll leikhlé á meðan dómararnir réðu ráðum sínum sem endaði með því að Tindastóll fékk 1.5 sekúndu á klukkuna. Keflavík gerði vel og varði þriggja stiga línuna og það skipti engu máli þó svo að Oumoul Sarr skoraði undir körfunni því munurinn var jú þrjú stig. Lokatölur 90-89 fyrir Keflavík í stórkostlegum körfuboltaleik. Atvik leiksins Þetta leikhlé nú eða ekki leikhlé undir lokin. Það má alveg vera öllum ljóst að Tindastóll vildi taka leikhlé hér á loka andartökum leiksins. Ég verð bara að játa að ég skil ekki hvað gerist þarna. Ef liðið klúðrar að taka leikhléið þá er leikurinn bara búinn þegar Mélissa brunar fram. Ef dómararnir eða ritaraborðið klúðraði því þá er væntanlega bara leikhlé og 3.9 sekúndur eftir. En þetta endar í einhverjum Salómónsdómi þar sem Tindastóll fær í raun þetta leikhlé þegar dómararnir fara yfir þetta með ritaraborðinu en taka samt af þeim 2.4 sekúndur. Stjörnur og skúrkar Hjá gestunum var Oumoul Sarr stórkostleg. Hún þurfti að víkja af velli í fjórða leikhluta vegna einhverra meiðsla og um leið og hún var út af þá tókst Keflvíkingum að ná í smá forskot sem dugði liðinu til sigurs. Þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Jasmine Dickey voru stigahæstar í lið Keflavíkur og skoruðu 24 stig hvorar. Dómarinn Það er auðvitað þetta atvik undir lokin. Tindastóll átti leikhlé inni ef ég tel þetta rétt en eitthvað fer úrskeiðis varðandi að taka það. Ég held að það sé samt nokkuð ljóst að Tindastóll vildi taka leikhlé og skrítin niðurstaða þótti mér allavega að sjá hvernig þetta endaði. Stemning og umgjörð Áhorfendur sem mættu fengu allt fyrir peninginn og miklu meira en það. Stórkostlegur leikur og bara fín mæting hér í Keflavík. Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur „Ég sé miklar framfarir í liðinu“ Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var vissulega svekktur með sárt tap hans kvenna gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur nú í kvöld. Liðið spilaði vissulega frábærlega og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en slæmur kafli þeim seinni gerði þetta erfitt og niðurstaðan grátlega fyrir nýliðana sem gátu klárlega sigrað Keflavík í dag. „Þetta var góður leikur hjá okkur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Við mættum með skýrst leikplan og vildum stöðva þær að skorar hratt gegn okkur. Þær eru hraðari en það er meiri hæð í mínu liði. Mér þykir við hafa gert mjög vel í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta lendum við í vandræðum þar sem þær skora 25 stig og ég held að 15 af þeim hafi verið eftir hraðaupphlaup. Við þetta sveiflast leikurinn svolítið til þeirra en okkur tekst að komast aftur inn í þetta undir lokin. Frábær leikur og það að tapa gegn Keflavík með einu stig á þeirra heimavelli er ekki slæmt og við hefðum getað unnið hér í kvöld. Ég sé miklar framfarir í liðinu og er mjög ánægður með frammistöðu allra í dag,“ sagði Israel Martin. Undir lok leiks virðist Tindastóll ekki ætla að taka leikhlé þegar fjórar sekúndur eru eftir. Hvernig blasir þetta við þér? „Þær taka tvö víti og ég bið um leikhlé sem var að þeirra mati eitthvað aðeins of seint og boltinn var víst kominn í leik. Ég á eftir að horfa á vídeóið af þessu en ef dómarinn segir að boltinn hafi verið kominn í leik þá er það bara svoleiðis,“ sagði Martin. Þið fáið tækifæri til að jafna þegar ein og hálf sekúnda er eftir af leiknum og þið undir með þremur stigum en boltinn fer á Oumoul Sarr sem fyrir innan þriggja stiga línuna. Hvað lagðir þú upp með í þessu leikhléi? „Við vorum að reyna að koma Randi í þriggja stiga skot. Touch (Oumoul Sarr) fór undir körfuna og var sú eina opna þá,“ sagði Martin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Þurftu að þora að vera til“ Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld. „Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik. Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll
Íslandsmeistarar Keflavíkur tóku á móti nýliðum Tindastóls í sjöundu umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Eftir afar spennandi og dramatískan leik var niðurstaðan sú að Íslandsmeistararnir unnu eins stigs sigur, 90-89 í miklum spennutrylli þar sem úrslitin réðust á loka andartökum leiksins. Keflavík byrjaði betur fyrstu mínúturnar og komust í 16-11 áður en Stólastúlkur hertu sig saman bæði í vörn og sókn. Liðið kláraði fyrsta leikhluta með 16-5 kafla og héldu svo uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Keflavík gekk þó ágætlega að halda í við þær liðið sýndi fína spretti á köflum. Það leynir sér þó ekki að gæðin í byrjunarliði Tindastóls eru mikil og hin stóra og stæðilega Oumoul Sarr var frábær fyrir norðanstúlkur í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 20 stig. Tindastóll leiddi með 10 stigum þegar haldið var til hálfleiks, 39-49 var staðan. Heimakonur komu þó mun betur stemmdar inn í seinni hálfleikinn og tókst að herða vörn sína og voru fljótlega búnar að jafna leikinn. Í fjórða leikhluta voru þær svo komnar með fína forystu en gestirnir frá Sauðárkróki neituðu að gefast upp og tókst að minnka leikinn niður í tvö stig. Loka mínútan var svo æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Mélissa Diawakana brunaði sókn og flestir reiknuðu með leikhléi sem Israel Martin, þjálfari Tindastóls, vildi meina að hann hafi tekið. Að lokum fékk Tindastóll leikhlé á meðan dómararnir réðu ráðum sínum sem endaði með því að Tindastóll fékk 1.5 sekúndu á klukkuna. Keflavík gerði vel og varði þriggja stiga línuna og það skipti engu máli þó svo að Oumoul Sarr skoraði undir körfunni því munurinn var jú þrjú stig. Lokatölur 90-89 fyrir Keflavík í stórkostlegum körfuboltaleik. Atvik leiksins Þetta leikhlé nú eða ekki leikhlé undir lokin. Það má alveg vera öllum ljóst að Tindastóll vildi taka leikhlé hér á loka andartökum leiksins. Ég verð bara að játa að ég skil ekki hvað gerist þarna. Ef liðið klúðrar að taka leikhléið þá er leikurinn bara búinn þegar Mélissa brunar fram. Ef dómararnir eða ritaraborðið klúðraði því þá er væntanlega bara leikhlé og 3.9 sekúndur eftir. En þetta endar í einhverjum Salómónsdómi þar sem Tindastóll fær í raun þetta leikhlé þegar dómararnir fara yfir þetta með ritaraborðinu en taka samt af þeim 2.4 sekúndur. Stjörnur og skúrkar Hjá gestunum var Oumoul Sarr stórkostleg. Hún þurfti að víkja af velli í fjórða leikhluta vegna einhverra meiðsla og um leið og hún var út af þá tókst Keflvíkingum að ná í smá forskot sem dugði liðinu til sigurs. Þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Jasmine Dickey voru stigahæstar í lið Keflavíkur og skoruðu 24 stig hvorar. Dómarinn Það er auðvitað þetta atvik undir lokin. Tindastóll átti leikhlé inni ef ég tel þetta rétt en eitthvað fer úrskeiðis varðandi að taka það. Ég held að það sé samt nokkuð ljóst að Tindastóll vildi taka leikhlé og skrítin niðurstaða þótti mér allavega að sjá hvernig þetta endaði. Stemning og umgjörð Áhorfendur sem mættu fengu allt fyrir peninginn og miklu meira en það. Stórkostlegur leikur og bara fín mæting hér í Keflavík. Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur „Ég sé miklar framfarir í liðinu“ Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var vissulega svekktur með sárt tap hans kvenna gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur nú í kvöld. Liðið spilaði vissulega frábærlega og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en slæmur kafli þeim seinni gerði þetta erfitt og niðurstaðan grátlega fyrir nýliðana sem gátu klárlega sigrað Keflavík í dag. „Þetta var góður leikur hjá okkur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Við mættum með skýrst leikplan og vildum stöðva þær að skorar hratt gegn okkur. Þær eru hraðari en það er meiri hæð í mínu liði. Mér þykir við hafa gert mjög vel í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta lendum við í vandræðum þar sem þær skora 25 stig og ég held að 15 af þeim hafi verið eftir hraðaupphlaup. Við þetta sveiflast leikurinn svolítið til þeirra en okkur tekst að komast aftur inn í þetta undir lokin. Frábær leikur og það að tapa gegn Keflavík með einu stig á þeirra heimavelli er ekki slæmt og við hefðum getað unnið hér í kvöld. Ég sé miklar framfarir í liðinu og er mjög ánægður með frammistöðu allra í dag,“ sagði Israel Martin. Undir lok leiks virðist Tindastóll ekki ætla að taka leikhlé þegar fjórar sekúndur eru eftir. Hvernig blasir þetta við þér? „Þær taka tvö víti og ég bið um leikhlé sem var að þeirra mati eitthvað aðeins of seint og boltinn var víst kominn í leik. Ég á eftir að horfa á vídeóið af þessu en ef dómarinn segir að boltinn hafi verið kominn í leik þá er það bara svoleiðis,“ sagði Martin. Þið fáið tækifæri til að jafna þegar ein og hálf sekúnda er eftir af leiknum og þið undir með þremur stigum en boltinn fer á Oumoul Sarr sem fyrir innan þriggja stiga línuna. Hvað lagðir þú upp með í þessu leikhléi? „Við vorum að reyna að koma Randi í þriggja stiga skot. Touch (Oumoul Sarr) fór undir körfuna og var sú eina opna þá,“ sagði Martin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Þurftu að þora að vera til“ Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld. „Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti