Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar 20. nóvember 2024 15:31 Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar