Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 11:01 Ralf Schumacher starfar sem álitsgjafi um Formúlu 1 fyrir Sky í Þýskalandi. getty/Vince Mignott Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, hefur gagnrýnt hómófóbísk ummæli föður síns um Ralf Schumacher. Ökuþórinn fyrrverandi kom út úr skápnum fyrr á þessu ári. Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það. Akstursíþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það.
Akstursíþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira