Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:01 Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda. Miðað við framgöngu fráfarandi ríkisstjórnar síðustu kjörtímabil í orkumálum þjóðarinnar er ekki skrýtið þó menn velti fyrir sér hvort menn séu að pakka landinu saman í fallegar gjafaumbúðir til afhendingar erlendum fjárfestum. Og þannig er það reyndar! Raðir af lobbíistum með ráðherrann Guðlaug Þór Þórðarson í fararbroddi hafa riðið um héruð undanfarin ár með loforðaflaumi um aukna atvinnu, auknar tekjur og aukið vald til fjársveltra sveitarfélaga ef við reisum hér vindmyllugarða. Sem eru ósannindi. Þar ofan á bæta þeir stóryrðum eins og “umherfisvæn orka”, “græn orka”, “orkuskipti”, við séum að verða “of sein í baráttunni” og að “við berum svo mikla alþjóðlega ábyrgð”. Allt saman hræðsluáróður sem beint er gegn betri vitund. Stórar vindmyllur þurfa mikið pláss. Því stærri sem þær eru þeim mun meira pláss þurfa þær. 2,2 MW túrbína með 120 metra spaðalengd þyrfti um 360 mtr hliðarfjarlægð frá þeirri næstu og um 840 mtr fjarlægð framan/aftan við. Það eru um 30 hektarar. Þeim mun styttra milli túrbína, þeim mun meiri víbringur og truflun myndast þar á milli sem dregur úr afkastagetunni, álagið eykst á túrbínu og blöð sem styttir líftímann verulega. Meiri þéttleiki þýðir meiri hávaði. Ásælni erlendra fjárfesta í land undir vindmyllugarða hér á Íslandi er ekki að ástæðulausu. Hér er ekkert regluverk til staðar, sveitarfélögin eru mörg hver fjársvelt og innviðir pólitíska kerfisins eru veikir. Hin fullkomna blanda þar sem arðurinn verður fluttur úr landi en samfélagið situr eftir með kostnaðinn. Ekki þarf að horfa lengra en til Noregs til að sjá dæmi um slíkt. Frá árinu 2016-2022 hefur raforkuverð til neytenda þar hækkað um 926%. Ef ESB löndin eru tekin sem dæmi þá er meðaltal raforkuverðs til heimilisnota 90-100% dýrara en hér á landi. Á sama tíma og kvartað er hástöfum yfir orkuskorti á Evrópska markaðinum er vindmyllubændum borgað fyrir að stöðva vindmyllurnar og stöðva framleiðslu á “grænni” orku. Útkoman er augljós. Rafmagnsverð hækkar og fjárfestarnir sem eiga vindmyllurnar græða meira. Þessi aðferð snýst fyrst og fremst um að halda uppi háu orkuverði sem kemur svo í veg fyrir of mikla orkuframleiðslu sem myndi koma hinum almenna neytenda til góða. Þetta eru pólitísku öflin hér á landi að reyna bjóða okkur upp á. Jöfnunarorka með vatnsafli Vindorka er mjög óstöðugt afl eðli máls samkvæmt og því þarf vindmyllugarður að hafa aðgang að svokallaðri jöfnunarorku til að jafna út sveiflurnar. Framleiðslugeta vindtúrbínu getur farið niður í 30-40% (þegar blæs). Þessi jöfnunarorka þarf því að koma frá vatnsaflsvirkjun sem þýðir að hér þarf sérstaklega að virkja bara fyrir vindorkuverkefnin, því sú orka er í dag ekki fyrir hendi. Þetta er algjör þversögn í sjálfu sér því í áraraðir hefur verið barist fyrir því að virkjunarkostir vatnsafls verði nýttir til að auka hér rafmagnsframleiðslu en ekkert hefur mátt gera. Má það allt í einu núna fyrir vindmyllurnar? Hvað hefur breyst í hinu pólitíska landslagi? Mönnum væri nær að lagfæra og byggja upp byggðalínuna sem flytur allt rafmagn svo hægt sé að flytja orkuna milli landshluta þegar þörf er á og þannig minnka þá orkusóun sem fyrir er í kerfinu. Blekkingarleikur Þjóðin verður að fara vakna upp af þessari blekkingu. Ef vindorkugarðar í eigu erlendra fjárfesta ná að rísa hér á landi erum við búin að missa sjálfstæði okkar yfir orkuauðlindunum. Hætt er við að með tilkomu þeirra verði þrýst á sæstreng yfir til meginlandsins, til að tengjast orkukerfi Evrópu. Einkavæðing orkuauðlinda okkar myndi hafa stórkostleg áhrif á orkuverð til íslenskra neytenda og íslenskra heimila. Það er algjört lykilatriði fyrir íslenska þjóð að ef vindmyllugarðar eiga yfir höfuð að rísa þá séu þeir í eigu Landsvirkjunar. Hér höfum við Sjálfstæðisflokkinn sem líst hefur yfir áhuga á að selja Landsvirkjun í hendur erlendra fjárfesta og einkavæða okkar aðal mjólkurkú. Á því sama ferðalagi höfum við Framsóknarflokkinn sem hefur löngum sýnt fram á að þar er flokkur án nokkurra raunverulegra skoðana (nema rétt fyrir kosningar) af ótta við að fá ekki að vera með í næsta partýi og er þess vegna til í hvað sem er með hverjum sem er. Ekki er hægt að vænta neins annars af Samfylkingu og Viðreisn en að þeir fylgi sömu fótsporum. Ef menn vilja standa vörð um orkuauðlindir landsins verða menn að kjósa flokk sem mun standa við það sem hann segist ætla að gera . Það hefur Miðflokkurinn sýnt fram á að hann gerir. Höfundur er Ágústa Ágústsdóttir og skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda. Miðað við framgöngu fráfarandi ríkisstjórnar síðustu kjörtímabil í orkumálum þjóðarinnar er ekki skrýtið þó menn velti fyrir sér hvort menn séu að pakka landinu saman í fallegar gjafaumbúðir til afhendingar erlendum fjárfestum. Og þannig er það reyndar! Raðir af lobbíistum með ráðherrann Guðlaug Þór Þórðarson í fararbroddi hafa riðið um héruð undanfarin ár með loforðaflaumi um aukna atvinnu, auknar tekjur og aukið vald til fjársveltra sveitarfélaga ef við reisum hér vindmyllugarða. Sem eru ósannindi. Þar ofan á bæta þeir stóryrðum eins og “umherfisvæn orka”, “græn orka”, “orkuskipti”, við séum að verða “of sein í baráttunni” og að “við berum svo mikla alþjóðlega ábyrgð”. Allt saman hræðsluáróður sem beint er gegn betri vitund. Stórar vindmyllur þurfa mikið pláss. Því stærri sem þær eru þeim mun meira pláss þurfa þær. 2,2 MW túrbína með 120 metra spaðalengd þyrfti um 360 mtr hliðarfjarlægð frá þeirri næstu og um 840 mtr fjarlægð framan/aftan við. Það eru um 30 hektarar. Þeim mun styttra milli túrbína, þeim mun meiri víbringur og truflun myndast þar á milli sem dregur úr afkastagetunni, álagið eykst á túrbínu og blöð sem styttir líftímann verulega. Meiri þéttleiki þýðir meiri hávaði. Ásælni erlendra fjárfesta í land undir vindmyllugarða hér á Íslandi er ekki að ástæðulausu. Hér er ekkert regluverk til staðar, sveitarfélögin eru mörg hver fjársvelt og innviðir pólitíska kerfisins eru veikir. Hin fullkomna blanda þar sem arðurinn verður fluttur úr landi en samfélagið situr eftir með kostnaðinn. Ekki þarf að horfa lengra en til Noregs til að sjá dæmi um slíkt. Frá árinu 2016-2022 hefur raforkuverð til neytenda þar hækkað um 926%. Ef ESB löndin eru tekin sem dæmi þá er meðaltal raforkuverðs til heimilisnota 90-100% dýrara en hér á landi. Á sama tíma og kvartað er hástöfum yfir orkuskorti á Evrópska markaðinum er vindmyllubændum borgað fyrir að stöðva vindmyllurnar og stöðva framleiðslu á “grænni” orku. Útkoman er augljós. Rafmagnsverð hækkar og fjárfestarnir sem eiga vindmyllurnar græða meira. Þessi aðferð snýst fyrst og fremst um að halda uppi háu orkuverði sem kemur svo í veg fyrir of mikla orkuframleiðslu sem myndi koma hinum almenna neytenda til góða. Þetta eru pólitísku öflin hér á landi að reyna bjóða okkur upp á. Jöfnunarorka með vatnsafli Vindorka er mjög óstöðugt afl eðli máls samkvæmt og því þarf vindmyllugarður að hafa aðgang að svokallaðri jöfnunarorku til að jafna út sveiflurnar. Framleiðslugeta vindtúrbínu getur farið niður í 30-40% (þegar blæs). Þessi jöfnunarorka þarf því að koma frá vatnsaflsvirkjun sem þýðir að hér þarf sérstaklega að virkja bara fyrir vindorkuverkefnin, því sú orka er í dag ekki fyrir hendi. Þetta er algjör þversögn í sjálfu sér því í áraraðir hefur verið barist fyrir því að virkjunarkostir vatnsafls verði nýttir til að auka hér rafmagnsframleiðslu en ekkert hefur mátt gera. Má það allt í einu núna fyrir vindmyllurnar? Hvað hefur breyst í hinu pólitíska landslagi? Mönnum væri nær að lagfæra og byggja upp byggðalínuna sem flytur allt rafmagn svo hægt sé að flytja orkuna milli landshluta þegar þörf er á og þannig minnka þá orkusóun sem fyrir er í kerfinu. Blekkingarleikur Þjóðin verður að fara vakna upp af þessari blekkingu. Ef vindorkugarðar í eigu erlendra fjárfesta ná að rísa hér á landi erum við búin að missa sjálfstæði okkar yfir orkuauðlindunum. Hætt er við að með tilkomu þeirra verði þrýst á sæstreng yfir til meginlandsins, til að tengjast orkukerfi Evrópu. Einkavæðing orkuauðlinda okkar myndi hafa stórkostleg áhrif á orkuverð til íslenskra neytenda og íslenskra heimila. Það er algjört lykilatriði fyrir íslenska þjóð að ef vindmyllugarðar eiga yfir höfuð að rísa þá séu þeir í eigu Landsvirkjunar. Hér höfum við Sjálfstæðisflokkinn sem líst hefur yfir áhuga á að selja Landsvirkjun í hendur erlendra fjárfesta og einkavæða okkar aðal mjólkurkú. Á því sama ferðalagi höfum við Framsóknarflokkinn sem hefur löngum sýnt fram á að þar er flokkur án nokkurra raunverulegra skoðana (nema rétt fyrir kosningar) af ótta við að fá ekki að vera með í næsta partýi og er þess vegna til í hvað sem er með hverjum sem er. Ekki er hægt að vænta neins annars af Samfylkingu og Viðreisn en að þeir fylgi sömu fótsporum. Ef menn vilja standa vörð um orkuauðlindir landsins verða menn að kjósa flokk sem mun standa við það sem hann segist ætla að gera . Það hefur Miðflokkurinn sýnt fram á að hann gerir. Höfundur er Ágústa Ágústsdóttir og skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun