„Mér finnst við alveg skítlúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þórey Rósa er klár í slaginn fyrir komandi Evrópumót. EPA-EFE/Beate Oma „Ég er mjög spennt að fara af stað, komast út og byrja þetta,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem er á leið á EM. Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira