Ágúst lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik 2021 og gekk í raðir Malmö árið eftir. Hann kom aftur til Breiðabliks fyrir tímabilið 2023 og lék tólf deildar- og bikarleiki með liðinu áður en hann samdi við Genoa.
Hinn nítján ára Ágúst er nú kominn aftur til Breiðabliks og tekur þátt í titilvörn liðsins á næsta tímabili.
Ágúst hefur leikið 21 leik fyrir yngri landslið Íslands og lék meðal annars með U-19 ára landsliðinu á EM í fyrra.