Ekki haft tíma til að spá í EM Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Arnfjörð Jónsdóttir er á leið á stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tólf ár. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur og hún varla haft tíma til að huga að mótinu. Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira