Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2024 10:06 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Arion banki hefur tilkynnt um vaxtabreytingar í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Verðtryggðir vextir hækka og bankinn færir rök fyrir máli sínu samhliða tilkynningunni. Í tilkynningu á vef Arion segir að mánudaginn 2. desember taki eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum bankans gildi: Íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,14% Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,3% Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 5,04% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 3 ára eru óbreyttir 4,74% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 5 ára eru óbreyttir 4,49% Kjörvextir Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,35% Verðtryggðir breytilegir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,7% Innlán Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,55 prósentustig Verðtryggðir sparnaðarreikningar hækka um 0,30 prósentustig Taka mið af fjármögnunarkostnaði Þá segir að breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildi um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu. Vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Seðlabankinn viðheldur háu raunvaxtastigi Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar Íslandsbanki reið á vaðið og breytti vöxtum í kjölfar stýrivaxtalækkunar í fyrradag og hækkaði vexti á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna var meðal þeirra sem lýsti megnri óánægju sinni með ákvörðun bankans og sagði hann „stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans“. Tilkynningu Arion banka fylgir umtalsvert ítarlegri útskýring en með hefðbundnum tilkynningum um vaxtabreytingar. Þar segir að stýrivextir hafi áhrif á bæði verðtryggða vexti og óverðtryggða en með ólíkum hætti. Óverðtryggðir vextir fylgi breytingum á stýrivöxtum ágætlega. Nú hafi stýrivextir verið lækkaðir um 0,5 prósentustig, sem skapi svigrúm til lækkunar óverðtryggðra vaxta að teknu tilliti til annarra þátta sem nefndir eru hér að framan. Verðtryggðir vextir til styttri tíma endurspegli hins vegar muninn á stýrivöxtum og skammtímaverðbólgu og séu stundum kallaðir raunstýrivextir. Þessi munur sé í dag mikill og hafi farið vaxandi þar sem lækkun stýrivaxta hafi ekki fylgt lækkandi verðbólgu, enda telji Seðlabanki Íslands nauðsynlegt að viðhalda aðhaldi með háu raunvaxtastigi. Þetta sjáist til dæmis vel á skuldabréfamarkaði þar sem verðtryggðir vextir séu háir, sérstaklega vextir stuttra skuldabréfa sem séu nálægt stýrivöxtum í tíma. „Því hækka breytilegir verðtryggðir vextir nú en munu lækka þegar raunstýrivextir lækka.“ Arion banki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Arion segir að mánudaginn 2. desember taki eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum bankans gildi: Íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,14% Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,3% Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 5,04% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 3 ára eru óbreyttir 4,74% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 5 ára eru óbreyttir 4,49% Kjörvextir Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,35% Verðtryggðir breytilegir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,7% Innlán Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,55 prósentustig Verðtryggðir sparnaðarreikningar hækka um 0,30 prósentustig Taka mið af fjármögnunarkostnaði Þá segir að breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildi um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu. Vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Seðlabankinn viðheldur háu raunvaxtastigi Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar Íslandsbanki reið á vaðið og breytti vöxtum í kjölfar stýrivaxtalækkunar í fyrradag og hækkaði vexti á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna var meðal þeirra sem lýsti megnri óánægju sinni með ákvörðun bankans og sagði hann „stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans“. Tilkynningu Arion banka fylgir umtalsvert ítarlegri útskýring en með hefðbundnum tilkynningum um vaxtabreytingar. Þar segir að stýrivextir hafi áhrif á bæði verðtryggða vexti og óverðtryggða en með ólíkum hætti. Óverðtryggðir vextir fylgi breytingum á stýrivöxtum ágætlega. Nú hafi stýrivextir verið lækkaðir um 0,5 prósentustig, sem skapi svigrúm til lækkunar óverðtryggðra vaxta að teknu tilliti til annarra þátta sem nefndir eru hér að framan. Verðtryggðir vextir til styttri tíma endurspegli hins vegar muninn á stýrivöxtum og skammtímaverðbólgu og séu stundum kallaðir raunstýrivextir. Þessi munur sé í dag mikill og hafi farið vaxandi þar sem lækkun stýrivaxta hafi ekki fylgt lækkandi verðbólgu, enda telji Seðlabanki Íslands nauðsynlegt að viðhalda aðhaldi með háu raunvaxtastigi. Þetta sjáist til dæmis vel á skuldabréfamarkaði þar sem verðtryggðir vextir séu háir, sérstaklega vextir stuttra skuldabréfa sem séu nálægt stýrivöxtum í tíma. „Því hækka breytilegir verðtryggðir vextir nú en munu lækka þegar raunstýrivextir lækka.“
Arion banki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira