Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2024 11:31 Árið 2014 var samþykkt umfangsmikil breyting á menntakerfinu þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú. Þessi ákvörðun var tekin með það að markmiði að auðvelda ungmennum að ljúka námi fyrr og komast hraðar út á vinnumarkað. En var þessi breyting raunverulega til þess að hjálpa ungu fólki? Hvers vegna erum við enn að ræða þessa ákvörðun áratug síðar? Sem ungur frambjóðandi legg ég ríka áherslu á málefni ungs fólks og hef á undanförnum misserum átt samtöl við ungmenni um þetta mikilvæga mál. Sjónarmið þeirra opinbera margbreytileg og flókin áhrif þessarar breytingar og vekja áleitnar spurningar. Hefur breytingin í raun skilað tilætluðum árangri? Hefur hún þjónað hagsmunum unga fólksins á þann hátt sem stefnt var að? Menntaskólinn á ekki að vera bara stress Flest ungmenni sem ég hef talað við lýsa þeirri skoðun að menntaskólinn ætti að vera tímabil þroska, félagslegra tengsla og tækifæra til að njóta lífsins – ekki bara kapphlaup að útskrift. Eins og eitt ungmenni sagði: „Það er óþarfi að flýta sér að ljúka þessum árum. Menntaskólaárin eru mikilvæg til að byggja upp félagsleg tengsl og læra að lifa sjálfstæðu lífi.“ Sum ungmenni segja að þau hafi ekki verið tilbúin til að takast á við lífið að námi loknu eftir aðeins þrjú ár í menntaskóla: „Þeir sem vildu taka þetta á þremur árum hefðu geta gert það. Það að stytta þessi ár fyrir alla er óskynsamlegt. Þetta eru árin sem eiga að vera þau bestu í lífi ungs fólks – og það er sorglegt að stytta þau.“ Aukin streita og álag Mörg ungmenni benda á að styttingin hafi í raun aukið álag og streitu. Að koma fjögurra ára námsefni fyrir á þremur árum gerir námið krefjandi og tekur nánast allan frítíma frá nemendum. Eitt ungmenni lýsti því svo: „Þetta eykur streituna og skerðir félagslífið. Unglingar hafa ekki tíma til að njóta þess að fara á böll, hitta vini eða taka þátt í félagslífi þegar námið tekur allan tíma þeirra.“ Á sama tíma hefur þessi aukna streita áhrif á andlega heilsu. Fjöldi ungmenna nefndi að þau hefðu upplifað kvíða og vanlíðan vegna álags, sérstaklega þar sem kerfið býður upp á lítinn sveigjanleika. Félagslíf og tengslamyndun skipta máli Menntaskólinn er meira en bóknám, hann er staður þar sem ungmenni þroskast félagslega og mynda tengsl sem geta haft áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þessi þáttur er ómetanlegur, eins og eitt ungmenni benti á: „Mínir bestu vinir eru frá menntaskólaárunum. Það hefði verið ómetanlegt að hafa meiri tíma með þeim áður en allir fóru í sitthvora áttina.“ Þessi þörf fyrir félagsleg tengsl var sérstaklega áberandi í COVID-19 faraldrinum, þegar félagslíf ungmenna varð fyrir skakkaföllum. Í tvö ár þurftu þau að lifa við takmarkanir á félagslífi, fjarnám og óvissu um framtíðina. Stytting námsins og þar með enn minni tími til félagslegra tengsla bætir enn við þessa byrði. Skortur á sveigjanleika Eitt ungmenni lýsti því að það hafi hætt í menntaskóla vegna mikils álags, en síðar tekið ákvörðun um að klára námið á sínum hraða og forsendum. Þessi reynsla undirstrikar hversu mikilvægt er að kerfið sé sveigjanlegt: „Að mínu mati eiga menntaskólaárin ekki einungis að snúast um bóknám heldur einnig að stuðla að félagslegum þroska nemenda. Núverandi kerfi gefur lítið svigrúm til félagsstarfs eða þess að þróa félagslega hæfni.“ Þörfin fyrir sveigjanleika birtist líka í því að mörg ungmenni vita ekki hvað þau vilja gera í framtíðinni: „Þegar maður er 19 ára veit maður oft ekki hvað maður vill gera. Fjórar annir gefa meiri tíma til að þroskast og taka upplýstar ákvarðanir.“ Erum við að forgangsraða rétt? Það er mikilvægt að spyrja hvort stytting námsins hafi verið hönnuð með hagsmuni ungmenna að leiðarljósi. Ef áhrifin á ungmenni eru aukið álag, skerðing á félagslífi og verri líðan, er ljóst að markmiðin þurfa endurskoðun. Menntakerfið á að vera uppbyggjandi afl sem styður ungt fólk í að þroskast og undirbúa sig fyrir framtíðina, bæði í námi og lífi. Það er mikilvægt að kerfið taki tillit til ólíkra þarfa og veiti nemendum svigrúm til að blómstra, bæði félagslega og faglega. Með því að hlusta á reynslu ungmennanna sjálfra og endurskoða þær ákvarðanir sem hafa haft áhrif á þau, getum við tryggt að menntaskólaárin verði uppspretta jákvæðra upplifana og öflugs undirbúnings fyrir framtíðina. Þetta er ekki aðeins spurning um árangur í námi, heldur líka velferð og lífsgæði þeirra sem erfa samfélagið. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun „Drifkraftur að óöryggi og óvissu“ Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 var samþykkt umfangsmikil breyting á menntakerfinu þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú. Þessi ákvörðun var tekin með það að markmiði að auðvelda ungmennum að ljúka námi fyrr og komast hraðar út á vinnumarkað. En var þessi breyting raunverulega til þess að hjálpa ungu fólki? Hvers vegna erum við enn að ræða þessa ákvörðun áratug síðar? Sem ungur frambjóðandi legg ég ríka áherslu á málefni ungs fólks og hef á undanförnum misserum átt samtöl við ungmenni um þetta mikilvæga mál. Sjónarmið þeirra opinbera margbreytileg og flókin áhrif þessarar breytingar og vekja áleitnar spurningar. Hefur breytingin í raun skilað tilætluðum árangri? Hefur hún þjónað hagsmunum unga fólksins á þann hátt sem stefnt var að? Menntaskólinn á ekki að vera bara stress Flest ungmenni sem ég hef talað við lýsa þeirri skoðun að menntaskólinn ætti að vera tímabil þroska, félagslegra tengsla og tækifæra til að njóta lífsins – ekki bara kapphlaup að útskrift. Eins og eitt ungmenni sagði: „Það er óþarfi að flýta sér að ljúka þessum árum. Menntaskólaárin eru mikilvæg til að byggja upp félagsleg tengsl og læra að lifa sjálfstæðu lífi.“ Sum ungmenni segja að þau hafi ekki verið tilbúin til að takast á við lífið að námi loknu eftir aðeins þrjú ár í menntaskóla: „Þeir sem vildu taka þetta á þremur árum hefðu geta gert það. Það að stytta þessi ár fyrir alla er óskynsamlegt. Þetta eru árin sem eiga að vera þau bestu í lífi ungs fólks – og það er sorglegt að stytta þau.“ Aukin streita og álag Mörg ungmenni benda á að styttingin hafi í raun aukið álag og streitu. Að koma fjögurra ára námsefni fyrir á þremur árum gerir námið krefjandi og tekur nánast allan frítíma frá nemendum. Eitt ungmenni lýsti því svo: „Þetta eykur streituna og skerðir félagslífið. Unglingar hafa ekki tíma til að njóta þess að fara á böll, hitta vini eða taka þátt í félagslífi þegar námið tekur allan tíma þeirra.“ Á sama tíma hefur þessi aukna streita áhrif á andlega heilsu. Fjöldi ungmenna nefndi að þau hefðu upplifað kvíða og vanlíðan vegna álags, sérstaklega þar sem kerfið býður upp á lítinn sveigjanleika. Félagslíf og tengslamyndun skipta máli Menntaskólinn er meira en bóknám, hann er staður þar sem ungmenni þroskast félagslega og mynda tengsl sem geta haft áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þessi þáttur er ómetanlegur, eins og eitt ungmenni benti á: „Mínir bestu vinir eru frá menntaskólaárunum. Það hefði verið ómetanlegt að hafa meiri tíma með þeim áður en allir fóru í sitthvora áttina.“ Þessi þörf fyrir félagsleg tengsl var sérstaklega áberandi í COVID-19 faraldrinum, þegar félagslíf ungmenna varð fyrir skakkaföllum. Í tvö ár þurftu þau að lifa við takmarkanir á félagslífi, fjarnám og óvissu um framtíðina. Stytting námsins og þar með enn minni tími til félagslegra tengsla bætir enn við þessa byrði. Skortur á sveigjanleika Eitt ungmenni lýsti því að það hafi hætt í menntaskóla vegna mikils álags, en síðar tekið ákvörðun um að klára námið á sínum hraða og forsendum. Þessi reynsla undirstrikar hversu mikilvægt er að kerfið sé sveigjanlegt: „Að mínu mati eiga menntaskólaárin ekki einungis að snúast um bóknám heldur einnig að stuðla að félagslegum þroska nemenda. Núverandi kerfi gefur lítið svigrúm til félagsstarfs eða þess að þróa félagslega hæfni.“ Þörfin fyrir sveigjanleika birtist líka í því að mörg ungmenni vita ekki hvað þau vilja gera í framtíðinni: „Þegar maður er 19 ára veit maður oft ekki hvað maður vill gera. Fjórar annir gefa meiri tíma til að þroskast og taka upplýstar ákvarðanir.“ Erum við að forgangsraða rétt? Það er mikilvægt að spyrja hvort stytting námsins hafi verið hönnuð með hagsmuni ungmenna að leiðarljósi. Ef áhrifin á ungmenni eru aukið álag, skerðing á félagslífi og verri líðan, er ljóst að markmiðin þurfa endurskoðun. Menntakerfið á að vera uppbyggjandi afl sem styður ungt fólk í að þroskast og undirbúa sig fyrir framtíðina, bæði í námi og lífi. Það er mikilvægt að kerfið taki tillit til ólíkra þarfa og veiti nemendum svigrúm til að blómstra, bæði félagslega og faglega. Með því að hlusta á reynslu ungmennanna sjálfra og endurskoða þær ákvarðanir sem hafa haft áhrif á þau, getum við tryggt að menntaskólaárin verði uppspretta jákvæðra upplifana og öflugs undirbúnings fyrir framtíðina. Þetta er ekki aðeins spurning um árangur í námi, heldur líka velferð og lífsgæði þeirra sem erfa samfélagið. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar