Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. nóvember 2024 14:32 Ótrúleg frásögn sem var í Íslandi í dag í vikunni. Hjónin Þorbjörg Sveinsdóttir og Ásgeir Hauksson voru komin í háttinn að kvöldi 12. apríl í fyrra þegar Ásgeir fór skyndilega í hjartastopp. Þorbjörg var nýbúin að ljúka skyndihjálparnámskeiði hjá Rauða krossinum og brást hárrétt við ásamt syni sínum og nágranna. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að heyra sögu fjölskyldunnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einnig fengu áhorfendur að heyra neyðarlínusímtalið þetta umrædda kvöld. „Þetta var mjög hversdagslegt kvöld. Torfi var í skólanum eins og alltaf og við Ásgeir erum eitthvað þreytt og förum upp í rúm frekar snemma. Hann er að horfa á einhvern körfuboltaleik og allt í einu fer hann að hrjóta mjög hátt og það kom mjög óvenjuleg hrothljóð. Ég lít á hann og sé að hann er með galopinn augu og gefur frá sér mjög óhugnanleg hljóð. Ég sá strax, að það væri eitthvað mikið að. Ég hringdi bara beinn í 112,“ segir Þorbjörg en í innslaginu má heyra sjálft símtalið. „Ég var búin að vera á skyndihjálpanámskeiði í október og þetta gerist í apríl þannig að það var frekar ferskt í minninu.“ Torfi, sonur Ásgeirs og Þorbjargar, var aldrei slíku vant heima en flestum kvöldum varði hann í Listaháskólanum þar sem hann stundar nám. Fyrr þetta kvöld hafði hann náð að ljúka við verk sem hann hafði unnið að vikum saman, en þannig vildi til að um var að ræða mynd af föður hans. Hann stóð við útidyrnar á leið í göngutúr þegar hann varð þess áskynja að eitthvað væri að. „Ég heyri eitthvað öskur í mömmu, hleyp inn og sé strax að það er eitthvað mikið að. Ég áttaði mig ekki hvað væri að en það var greinilega eitthvað öndunarvandamál en þetta var eitthvað meira en það, hann var allur stjarfur og greinilega ekki með meðvitund,“ segir Torfi. Enginn viðbrögð „Ég segi við hann að bara gera eitthvað, ýta eitthvað við honum því það voru enginn viðbrögð. Ég átta mig þarna á því að þetta verkefni er of stórt fyrir okkur tvö. Ég hleyp út úr íbúðinni og hugsa strax til Guðna nágranna. Hann stór og stæðilegur og ég vissi að hann væri búinn að vera vinna með landsliðinu í handbolta í mörg ár,“ segir Þorbjörg. „Ég er bara þarna inni hjá mér og var að fara horfa á tíufréttir. Þá kemur Þorbjörg og er greinilega mikið niðurfyrir. Ég hleyp með henni yfir og sé greinilega að það er eitthvað mikið að. Ég man hvað ég hugsaði þegar ég kem á staðinn og það situr mikið í mér. Ég man að ég hugsaði að ég yrði að vera rólegur. Það fyrsta sem ég gerði var að koma honum niður á gólfið, á harðan flöt því það þýðir ekki að hnoða mann upp í rúmi. Þannig að við Torfi komum honum á gólfið,“ segir Guðni. „Hann nær stjórn á aðstæðunum og er svo rólegur. Áttar sig á því að ekki sé hægt að hnoða neinn upp í rúmi og var alveg frábær,“ segir Þorbjörg. Stjarfur eða gerir eitthvað „Það er svo ótrúlega erfitt að lenda í svona aðstæðum og annað hvort verður maður stjarfur eða gerir eitthvað þetta er rosalega súreralískt,“ segir Torfi. „Allt í einu fyllist íbúðin af fólki og allt svo dásamlegt fólk. Við vorum búinn að átta okkur á því að það var enginn púls hjá honum, hann var bara dáinn,“ segir Þorbjörg. Guðni segir að hann hafi búið að því að geta rætt við konuna sína þegar heim var komið. Hann vilji þó leggja áherslu á að ef vel ætti að vera þyrfti eitthvað að grípa fólk sem lendir í svona aðstæðum. Þegar á sjúkrahúsið var komið fékk fjölskyldan að vita að ástand Ásgeirs væri tvísýnt. Hann komst þó til meðvitundar, en var verkjaður, meðal annars vegna þess að í honum höfðu brotnað rifbein við kröftugt hjartahnoðið. Um viku síðar fór hann aftur í hjartastopp sem varði í 4-5 mínútur. Starfsfólki Landspítalans tókst að endurlífga hann og fjölskyldan var mætt örskömmu síðar. En kraftaverkin gerast enn. Ásgeir var sendur í aðgerð og að fimm dögum liðnum var gerð tilraun til að vekja hann. Hann vaknaði og var frá fyrstu mínútu með forgangsröðunina á hreinu. „Hann vaknar og sér hvað hafði átt sér stað. Hann grípur í hendurnar á mér og segir, viltu giftast mér. Við vorum búin að vera saman í 28 ár og alltaf að tala um þetta. En já, við giftum okkur á hjartadeild Landspítala,“ segir Þorbjörg en allir þrír synir þeirra hjóna voru viðstaddir. Í dag hefur Ásgeir náð góðum bata. Skyndhjálparmanneskjur ársins Hann á líf sitt að launa hárréttum viðbrögðum viðstaddra og þeirra sem við honum tóku á sjúkrahúsinu enda voru þremenningarnir útnefndir skyndihjálparmanneskjur ársins af Rauða krossinum nú í byrjun árs. Eins og fram hefur komið höfðu þau Þorbjörg og Guðni bæði lokið við námskeið í skyndihjálp en tæplega 9 þúsund manns kláruðu slíkt skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum á liðnu ári og ótal dæmi eru um að kunnáttan hafi nýst á ögurstundu. Hægt er að kaupa töskuna á vefsíðu Rauða krossins þar sem einnig er hægt að kaupa gjafabréf á skyndihjálparnámskeið og taka frítt vefnámskeið svo fátt eitt sé nefnt. Hér að ofan má sjá innslagið. Ísland í dag Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Þorbjörg var nýbúin að ljúka skyndihjálparnámskeiði hjá Rauða krossinum og brást hárrétt við ásamt syni sínum og nágranna. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að heyra sögu fjölskyldunnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einnig fengu áhorfendur að heyra neyðarlínusímtalið þetta umrædda kvöld. „Þetta var mjög hversdagslegt kvöld. Torfi var í skólanum eins og alltaf og við Ásgeir erum eitthvað þreytt og förum upp í rúm frekar snemma. Hann er að horfa á einhvern körfuboltaleik og allt í einu fer hann að hrjóta mjög hátt og það kom mjög óvenjuleg hrothljóð. Ég lít á hann og sé að hann er með galopinn augu og gefur frá sér mjög óhugnanleg hljóð. Ég sá strax, að það væri eitthvað mikið að. Ég hringdi bara beinn í 112,“ segir Þorbjörg en í innslaginu má heyra sjálft símtalið. „Ég var búin að vera á skyndihjálpanámskeiði í október og þetta gerist í apríl þannig að það var frekar ferskt í minninu.“ Torfi, sonur Ásgeirs og Þorbjargar, var aldrei slíku vant heima en flestum kvöldum varði hann í Listaháskólanum þar sem hann stundar nám. Fyrr þetta kvöld hafði hann náð að ljúka við verk sem hann hafði unnið að vikum saman, en þannig vildi til að um var að ræða mynd af föður hans. Hann stóð við útidyrnar á leið í göngutúr þegar hann varð þess áskynja að eitthvað væri að. „Ég heyri eitthvað öskur í mömmu, hleyp inn og sé strax að það er eitthvað mikið að. Ég áttaði mig ekki hvað væri að en það var greinilega eitthvað öndunarvandamál en þetta var eitthvað meira en það, hann var allur stjarfur og greinilega ekki með meðvitund,“ segir Torfi. Enginn viðbrögð „Ég segi við hann að bara gera eitthvað, ýta eitthvað við honum því það voru enginn viðbrögð. Ég átta mig þarna á því að þetta verkefni er of stórt fyrir okkur tvö. Ég hleyp út úr íbúðinni og hugsa strax til Guðna nágranna. Hann stór og stæðilegur og ég vissi að hann væri búinn að vera vinna með landsliðinu í handbolta í mörg ár,“ segir Þorbjörg. „Ég er bara þarna inni hjá mér og var að fara horfa á tíufréttir. Þá kemur Þorbjörg og er greinilega mikið niðurfyrir. Ég hleyp með henni yfir og sé greinilega að það er eitthvað mikið að. Ég man hvað ég hugsaði þegar ég kem á staðinn og það situr mikið í mér. Ég man að ég hugsaði að ég yrði að vera rólegur. Það fyrsta sem ég gerði var að koma honum niður á gólfið, á harðan flöt því það þýðir ekki að hnoða mann upp í rúmi. Þannig að við Torfi komum honum á gólfið,“ segir Guðni. „Hann nær stjórn á aðstæðunum og er svo rólegur. Áttar sig á því að ekki sé hægt að hnoða neinn upp í rúmi og var alveg frábær,“ segir Þorbjörg. Stjarfur eða gerir eitthvað „Það er svo ótrúlega erfitt að lenda í svona aðstæðum og annað hvort verður maður stjarfur eða gerir eitthvað þetta er rosalega súreralískt,“ segir Torfi. „Allt í einu fyllist íbúðin af fólki og allt svo dásamlegt fólk. Við vorum búinn að átta okkur á því að það var enginn púls hjá honum, hann var bara dáinn,“ segir Þorbjörg. Guðni segir að hann hafi búið að því að geta rætt við konuna sína þegar heim var komið. Hann vilji þó leggja áherslu á að ef vel ætti að vera þyrfti eitthvað að grípa fólk sem lendir í svona aðstæðum. Þegar á sjúkrahúsið var komið fékk fjölskyldan að vita að ástand Ásgeirs væri tvísýnt. Hann komst þó til meðvitundar, en var verkjaður, meðal annars vegna þess að í honum höfðu brotnað rifbein við kröftugt hjartahnoðið. Um viku síðar fór hann aftur í hjartastopp sem varði í 4-5 mínútur. Starfsfólki Landspítalans tókst að endurlífga hann og fjölskyldan var mætt örskömmu síðar. En kraftaverkin gerast enn. Ásgeir var sendur í aðgerð og að fimm dögum liðnum var gerð tilraun til að vekja hann. Hann vaknaði og var frá fyrstu mínútu með forgangsröðunina á hreinu. „Hann vaknar og sér hvað hafði átt sér stað. Hann grípur í hendurnar á mér og segir, viltu giftast mér. Við vorum búin að vera saman í 28 ár og alltaf að tala um þetta. En já, við giftum okkur á hjartadeild Landspítala,“ segir Þorbjörg en allir þrír synir þeirra hjóna voru viðstaddir. Í dag hefur Ásgeir náð góðum bata. Skyndhjálparmanneskjur ársins Hann á líf sitt að launa hárréttum viðbrögðum viðstaddra og þeirra sem við honum tóku á sjúkrahúsinu enda voru þremenningarnir útnefndir skyndihjálparmanneskjur ársins af Rauða krossinum nú í byrjun árs. Eins og fram hefur komið höfðu þau Þorbjörg og Guðni bæði lokið við námskeið í skyndihjálp en tæplega 9 þúsund manns kláruðu slíkt skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum á liðnu ári og ótal dæmi eru um að kunnáttan hafi nýst á ögurstundu. Hægt er að kaupa töskuna á vefsíðu Rauða krossins þar sem einnig er hægt að kaupa gjafabréf á skyndihjálparnámskeið og taka frítt vefnámskeið svo fátt eitt sé nefnt. Hér að ofan má sjá innslagið.
Ísland í dag Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira