Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 14:36 Til vinstri er teikning af svæðinu eins og gert er ráð fyrir að svæðið muni líta út. Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16
Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39