Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:47 Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun