Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 11:52 Óvissa er í veðurspám en þó taldar nokkrar líkur á norðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu norðanlands en rigningu sunnalands. Vísir/Vilhelm Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03