Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir og Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifa 25. nóvember 2024 14:32 Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun