„Það má Guð vita“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2024 19:05 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari (t.h.), segir ómögulegt að segja til um hvenær aðilar nái saman í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Vísir/Vilhelm Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. „Það er þannig að þetta læknamál er búið að vera lengi í vinnslu og gengur mjög vel. Við erum komin á síðasta kaflann í að ganga frá kjarasamningi þar. Það eru hins vegar mjög flóknar og umfangsmiklar breytingar á launamyndunarkerfi og vinnutímakerfi sem varðar lækna, sem eru tæknilega flóknar í úrlausn. Þannig að það er bara seinleg lokavinna sem stendur enn yfir og gengur mjög vel,“ sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vel hafi gengið í viðræðum gærdagsins sem staðið hafi fram á gærkvöldið. Því hafi verið ákveðið að hætta fyrr í dag, hvílast, og setjast aftur við borðið klukkan níu í fyrramálið. En einbeittur samningsvilji hjá báðum aðilum? „Ég verð ekki var við annað.“ Ekkert svar sé líka svar Öllu hægari gangur er í viðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar lýstu sig um helgina tilbúna til þess að hætta verkfallsaðgerðum í fjórum leikskólum, þar sem ótímabundin verkföll hafa staðið yfir, gegn því að sveitarfélögin sem skólarnir eru í greiddu laun þeirra leikskólakennara sem hafa verið í verkfalli frá lokum október. Kennarar veittu sveitarfélögunum frest til hádegis í dag til að svara tilboðinu, en engin svör bárust. Ástráður segist á laugardag hafa ákveðið að setja fjölmiðlabann í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. „Það er gert í þeim tilgangi að reyna að tryggja að það skapist einhver vinnufriður og að fólk geti reynt að tala saman en ekki í sundur. Þessi tilmæli leikskólakennara sem bárust sveitarfélögunum eru að sínu leyti bara hluti af þessari deilu sem hér er til umfjöllunar. Þess vegna held ég að menn hafi bara litið svo á að þeir ættu ekkert að tjá sig um það heldur en annað,“ segir Ástráður. Hann segir ljóst að þegar tilboð séu sett fram með tímafresti til að svara, og menn kjósi að svara því ekki, þá felist í því ákveðið svar. Ómögulegt að segja til um tímaramma Ástráður segir ekki ljóst hversu langan tíma muni taka að leysa úr deilunni. „Á laugardaginn náðum við að koma á einhvers konar samkomulagi um viðtalsgrundvöll í sambandi við þá deilu. Við erum ennþá stödd þar. Það gengur hægt, menn fara varlega af stað. En það hafa samt gengið sendingar á milli manna í dag sem ég vona að leiði til þess að við getum þokað þessu áfram, en það er ómögulegt að segja hversu langan tíma það tekur.“ Heldur þú að ný ríkisstjórn þurfi að eiga við verkföll þessara stétta? „Það má Guð vita,“ sagði Ástráður að lokum. Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42 Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Það er þannig að þetta læknamál er búið að vera lengi í vinnslu og gengur mjög vel. Við erum komin á síðasta kaflann í að ganga frá kjarasamningi þar. Það eru hins vegar mjög flóknar og umfangsmiklar breytingar á launamyndunarkerfi og vinnutímakerfi sem varðar lækna, sem eru tæknilega flóknar í úrlausn. Þannig að það er bara seinleg lokavinna sem stendur enn yfir og gengur mjög vel,“ sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vel hafi gengið í viðræðum gærdagsins sem staðið hafi fram á gærkvöldið. Því hafi verið ákveðið að hætta fyrr í dag, hvílast, og setjast aftur við borðið klukkan níu í fyrramálið. En einbeittur samningsvilji hjá báðum aðilum? „Ég verð ekki var við annað.“ Ekkert svar sé líka svar Öllu hægari gangur er í viðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar lýstu sig um helgina tilbúna til þess að hætta verkfallsaðgerðum í fjórum leikskólum, þar sem ótímabundin verkföll hafa staðið yfir, gegn því að sveitarfélögin sem skólarnir eru í greiddu laun þeirra leikskólakennara sem hafa verið í verkfalli frá lokum október. Kennarar veittu sveitarfélögunum frest til hádegis í dag til að svara tilboðinu, en engin svör bárust. Ástráður segist á laugardag hafa ákveðið að setja fjölmiðlabann í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. „Það er gert í þeim tilgangi að reyna að tryggja að það skapist einhver vinnufriður og að fólk geti reynt að tala saman en ekki í sundur. Þessi tilmæli leikskólakennara sem bárust sveitarfélögunum eru að sínu leyti bara hluti af þessari deilu sem hér er til umfjöllunar. Þess vegna held ég að menn hafi bara litið svo á að þeir ættu ekkert að tjá sig um það heldur en annað,“ segir Ástráður. Hann segir ljóst að þegar tilboð séu sett fram með tímafresti til að svara, og menn kjósi að svara því ekki, þá felist í því ákveðið svar. Ómögulegt að segja til um tímaramma Ástráður segir ekki ljóst hversu langan tíma muni taka að leysa úr deilunni. „Á laugardaginn náðum við að koma á einhvers konar samkomulagi um viðtalsgrundvöll í sambandi við þá deilu. Við erum ennþá stödd þar. Það gengur hægt, menn fara varlega af stað. En það hafa samt gengið sendingar á milli manna í dag sem ég vona að leiði til þess að við getum þokað þessu áfram, en það er ómögulegt að segja hversu langan tíma það tekur.“ Heldur þú að ný ríkisstjórn þurfi að eiga við verkföll þessara stétta? „Það má Guð vita,“ sagði Ástráður að lokum.
Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42 Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03
KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42
Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26