Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Árni Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2024 22:38 Elvar Friðriksson var frábær gegn Ítalíu í kvöld. 15 stig og átta stoðsendingar. Vísir / Anton Brink Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“ Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Tindastóll | Meistararnir hefja leik Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Sjá meira
Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“
Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Tindastóll | Meistararnir hefja leik Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Sjá meira
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47