Hin hugrakka Vaiana er semsagt aftur mætt til leiks og ratar í svakaleg ævintýri því þó lífið á eyjunni Motunui blómstri finnur Vaiana á sér að eitthvað meira liggur handan sjóndeildarhringsins. Eftir óvænt samtal við forfeður sína leggur Vaiana af stað í ævintýralega sjóferð.
Meðal gesta mátti sjá áhrifavaldana Birtu Líf, Sólrúnu Diego, Jóhönnu Helgu, Tinnu Laxdal og Hildi Gunnlaugs. Þá mætti sjálfur Tommi Steindórs á X977 með fjölskylduna. Myndin verður frumsýnd í öllum bíóhúsum á morgun 27. nóvember og sýnd bæði með ensku og íslensku tali.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:




Þessi tala fyrir persónur myndarinnar:
Leikraddir:
VIANA - Agla Bríet Bárudóttir
MAUI - Orri Huginn Ágústsson
MONI - Unnsteinn Manúel Stefánsson
MATANGI - Viktoría Sigurðardóttir
LOTO - Berglind Alda Ástþórsdóttir
KELE - Þórhallur Sigurðsson
SIMEA - Rán Karlsdóttir
CHIEF TUI - Hjálmar Hjálmarsson
SINA - Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
GRANDMA - Hanna María Karlsdóttir
TAMATOA - Eyþór Ingi Gunnlaugsson
TAUTAI VASA - Davíð Guðbrandsson
NALO Hannes Óli Ágústsson