Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 10:30 Hægra megin við borðið eru, frá vinstri, Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur og Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Gegnt þeim sitja Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. Alþingi Skipað hefur verið í rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins í Súðavík í janúar árið 1995. Nefndinni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á hvernig snjóflóðavörnum var háttað, almannavarnaaðgerðir í aðdraganda og kjölfar flóðsins og eftirfylgni stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis. Þar segir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hafi í gær fundað með rannsóknarnefndinni og afhent þeim skipunarbréf. Nefndina skipa þau Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur. Rannsaka marga fleti málsins Samkvæmt þingsályktun frá því í apríl á þessu ári var ákveðið að skipa nefndina til þess að rannsaka málsatvik í tengslum við flóðið, sem féll 16. janúar 1995. Fjórtán létust í flóðinu og tíu slösuðust. Nefndinni er ætlað að draga saman og útbúa til birtingar upplýsingar um málsatvik með það að markmiðið að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda í tengslum við flóðið. Þar verður gerð grein fyrir: Hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavíkur, Fyrirkomulagi og framkvæmd almannavarnaaðgerða í aðdraganda snjóflóðsins, í kjölfar þess og þar til hættuástandi var aflétt, Eftirfylgni stjórnvalda í kjölfar snjóflóðsins. Nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi og skal ljúka rannsókn sinni svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en einu ári eftir skipun hennar. Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis. Þar segir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hafi í gær fundað með rannsóknarnefndinni og afhent þeim skipunarbréf. Nefndina skipa þau Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur. Rannsaka marga fleti málsins Samkvæmt þingsályktun frá því í apríl á þessu ári var ákveðið að skipa nefndina til þess að rannsaka málsatvik í tengslum við flóðið, sem féll 16. janúar 1995. Fjórtán létust í flóðinu og tíu slösuðust. Nefndinni er ætlað að draga saman og útbúa til birtingar upplýsingar um málsatvik með það að markmiðið að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda í tengslum við flóðið. Þar verður gerð grein fyrir: Hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavíkur, Fyrirkomulagi og framkvæmd almannavarnaaðgerða í aðdraganda snjóflóðsins, í kjölfar þess og þar til hættuástandi var aflétt, Eftirfylgni stjórnvalda í kjölfar snjóflóðsins. Nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi og skal ljúka rannsókn sinni svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en einu ári eftir skipun hennar.
Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira