Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:40 Gestir í síðasta kosningapallborði fyrir Alþingiskosningar voru afar líflegir og skemmtilegir en það sem mest er um vert þá sögðu þeir fjölmargt fróðlegt, enda miklir sérfræðingar á sínu sviði. Á myndinni eru þau Eiríkur Bergmann og Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm Hneykslismál stjórnmálamanna hafa alls ekki jafn mikið vægi hjá kjósendum og þeim er gefið í stjórnmálaumræðunni og í fjölmiðlum. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, og Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, tekur undir. Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49
Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51