Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Conor McGregor mætti fyrir dómstólinn með konu sinni Dee Devlin en mikill fjöldi fjölmiðlamanna beið eftir honum. Getty/David Fitzgerald Fórnarlömb kynferðisbrota á Írlandi hafa komið fram í miklum mæli eftir að kona hafði betur í dómsmáli gegn einum frægasta íþróttamanni Íra. Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024 MMA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024
MMA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira