„Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Helgi og Pavel þekkja málefni íslenska landsliðsins betur en flestir. vísir/sigurjón Íslenskakarlalandsliðið í körfubolta vann stórkostlegan útisigur á Ítölum í undankeppni EM í á mánudagskvöldið, sigur sem fer í sögubækurnar sem einn sá stærsti í sögu körfuboltalandsliðsins. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira