„Þessi nafnabreyting er náttúruleg þróun á þeim áherslum sem við höfum haft frá upphafi. Fjármál heimila er stórt lýðheilsumál og við viljum auðvelda aðgengi að skýrum og gagnsæjum upplýsingum. Með nýju nafni og uppfærðri þjónustu vonumst við til að geta hjálpað fleirum að nýta þá möguleika sem í boði eru á fjármálamarkaði,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri Aurbjargar, í tilkynningu.
Þar segir einnig að nafnabreytingin sé liður í því að einfalda rekstur og þjónustu Aurbjargar, með sérstakri áherslu á vöruframboð og þægilegra aðgengi upplýsinga fyrir notendur.
Aurbjörg býður upp á fjölbreytt vöruúrval, þar á meðal lánskjaravakt, húsnæðislánareiknivél, stjórnborð með yfirliti fjármála, fasteignaverðmat frá Creditinfo og heildstæðan samanburð á helstu fjármálaafurðum fyrir heimili.
Í tilkynningu segir að í lánskjaravaktinni geti einstaklingar borið saman núverandi lánskjör fasteignalána sinna við aðra lánakosti á markaði. Það er gert með því að taka mið af mánaðarlegum greiðslum eða heildargreiðslu yfir lánstímann.