„Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Elísabet Ósk Stefánsdóttir formaður Vertonet gefur okkur nokkur dæmi um það hvernig það getur verið fyrir konur í tæknigeiranum að vera einar í hóp karla eða fáar í hópi karla. Karlmenn hlusta til dæmis best á karlmenn en stelpupabbarnir virðast þó betur á verði. Vísir/Vilhelm „Ég hef meira og minna verið að vinna með karlmönnum frá því að ég kom á vinnumarkaðinn, flestir töluvert eldri en ég,“ segir Elísabet Ósk Stefánsdóttir formaður Vertonet. „Sem eru alveg frábærir svo að það sé sagt. En það felst engin fjölbreytni í því að vera bara eina konan í hópnum eins og margar konur í upplýsingatæknigeiranum þekkja,“ segir Elísabet og brosir. „Maður fattar reyndar oft strax hverjir eru „stelpupabbar“. Því þeir hegða sér öðruvísi gagnvart manni og hlusta oft betur á það sem konur eru að segja. Þegar ég hef spottað svona stelpupabba hef ég einfaldlega spurt: Átt þú dóttir eða dætur? Og þá kemur auðvitað eitthvað svar eins og: Já, já, ég á tvær dætur….,“ segir Elísabet og bætir við: Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði eða vakandi yfir því hvernig þeir taka á móti konum sem bætast í hópinn. Ég veit ekki hvort það sé meðvitað eða ómeðvitað, líklega bland af báðu, en þeir eru oft betri í að setja sig í spor kvenna. Það segir mér líka að það að vera meira í kringum konur og skilja þeirra hlið skiptir máli.“ Í Vertonet eru yfir 1300 meðlimir en frá árinu 2022 hefur Vertonet staðið fyrir átaksverkefni í samstarfi við um 20 fyrirtæki og stofnanir, sem vinna að því með ýmsum leiðum að auka þátttöku kvenna og kvára í upplýsingatæknitengdum störfum á Íslandi. Einungis fjórðungur starfsfólks í greininni eru konur. Þó vantar mikinn fjölda enn og til næstu ára vantar einfaldlega þúsundir. Í gær og í dag rýnir Atvinnumálið í málin. Stelpupabbarnir og hinir Það hefur verið viðvarandi vandamál í tæknigeiranum í áraraðir að konur eru allt of fáar, eftirspurnin eftir þeim þó mikil og vilji fyrirtækja til að auka á fjölbreytni innan sinna raða til staðar. Vandinn er hins vegar sá að of fáar velja upplýsingatæknigeirann sem sinn starfsvettvang og þess til viðbótar, eru þær líklegri en karlar til að hætta í geiranum. Þá er vítahringur atvinnulífsins sá að til að auka á fjölbreytninni innandyra hjá sér, vinna fyrirtæki oft markvisst að því að lokka til sín konur úr öðrum fyrirtækjum; Eitthvað sem á endanum leysir engan vanda ef það er eina leiðin. Með fjölgun kvenna og kvára í upplýsingatækni er því mörgum málum mætt samtímis; fjölbreytnin eykst og framboð kemst nær því að svara eftirspurninni, konur hætta að vera einar í hópi karla eða mjög fáar í hópi karla og svo framvegis. Elísabet Ósk er fædd árið 1997 og lærður rekstrarverkfræðingur. Elísabet þekkir það af eigin skinni og sem formaður Vertonet, hvernig það er að starfa í mjög karllægum geira. „Ég get nefnt mörg dæmi um það góða og það ekki góða, því oft helst þetta svolítið í hendur,“ segir Elísabet. Og tekur nokkur dæmi um algenga upplifun kvenna sem eru einar eða í miklum minnihluta í jafn karllægum geira og tæknigeirinn er. Að það sé ekki hlustað á mann er algengt. Eða að það sé ekki tekið mark á manni, svona eins og við vitum ekki hvað við séum að segja eða höfum síður vit á hlutunum í samanburði við karlmenn. Því staðreyndin er oft sú að karlmenn hlusta best á aðra karlmenn.“ Elísabet hefur meira og minna unnið með karlmönnum frá því að hún kom á vinnumarkað. Elísabet er rekstrarverkfræðingur og segir að þótt fjölgun hafi orðið á konum í greinininni, sé þróunin í atvinnulífinu afar hæg. Þessu vill Vertonet breyta en að Vertonet standa um 20 fyrirtæki og háskólar og meðlimir telja rúmlega 1300.Vísir/Vilhelm Annað sem Elísabet nefnir er virðing, eða jafnvel virðingarleysi. „Staðan getur verið þannig að þar sem tæknigeirinn er svo karllægur finnur maður að margir menn eru einfaldlega að glíma við það að vita ekkert hvernig þeir eiga að koma fram, taka á móti eða vinna allt í einu með konu eða örfáum konum. Það er auðvitað breyting en frá þeim mönnum sem ég hef talað við, sem hafa upplifað bæði einsleitan hóp karla á vinnustað en líka fjölbreyttari hóp, kjósa fjölbreytnina og fleiri konur.“ Eitt dæmi er síðan í hvaða stöðu konur eru oft settar. „Oft er maður settur í þá stöðu að vera málsvari jafnréttis eða talskona femínisma, bara af því að ég er þá eina konan í hópnum. Er þá spurð að því hvers vegna málin séu svona eða hinsegin. Þótt auðvitað eigi ekkert að beina þessum spurningum sérstaklega til mín.“ Elísabet segir margt hafa verið að þróast á betri veg í verkfræðinni. „Ég fór í rekstrarverkfræði, þar sem kynjahlutföllin voru mun jafnari en í öðrum greinum innan verkfræðinnar eða tölvunarfræði. Frá því að ég fór í nám, finnst mér hlutirnir aðeins hafa verið að þróast áfram og konum að fjölga, en það er þó hægt.“ Í tilfelli Elísabetar var hún ráðin til starfa til Advania af konu. „Sú kona var frábær yfirmaður sem meðvitað var að ráða konu til starfa. Atvinnuauglýsingin sem ég sótti síðan um var til dæmis eingöngu rituð í kvenkyni,“ segir Elísabet og lýsir því hvaðhenni fannst áhugavert að sjá slíka atvinnuauglýsingu.. Draumsýnin getur hins vegar hrunið ef það er ekki vel tekið á móti þessari einu konu sem er að bætast í hópinn. Því það að vera eina konan er aldrei auðvelt. Flestir fundir sem ég sit til dæmis, eru fundir með karlmönnum. Þótt eitthvað hafi bæst við af konum, er ég oftar en ekki eina konan á þessum fundum.“ Elísabet rifjar upp dæmi um samtal þar sem karlmaður steig inn í aðstæður og stoppaði áreiti á hana, þar sem hún var spurð spjörunum út og sett í þá stöðu að vera einhvers konar málsvari jafnréttis eða feminísma. Þetta sé dæmi um það sem karlmenn geta gert til að hjálpa, þótt eflaust sé það erfitt á stundum fyrir þá líka.Vísir/Vilhelm Hugrakkir karlmenn og góð ráð Elísabet segir til mikils að vinna að ná fleiri konum og kvárum inn í greinina. Fjölbreytni sé af hinu góða og þörfin á meiri fjölbreytni sé til staðar. En hvers vegna að fjölga konum og kvárum en ekki bara konum? „Upphaflega fór Vertonet af stað með það fyrir augum að fjölga konum. En við viljum ekki útiloka neitt og sem kvár ertu einstaklingur sem vilt ekki skilgreina þig samkvæmt kynjatvíhyggjunni. Ég sat ekki í stjórn þegar þessi ákvörðun var tekin en svo vill þó til að fyrsti viðburðurinn sem ég mætti á hjá Vertonet var einmitt aðalfundurinn þar sem þessi breyting var borin upp. Ég get því staðfest að um hana var mikil samstaða,“ segir Elísabet og er greinilega ánægð með að Vertonet standi fyrir fjölgun bæði kvenna og kvára. En hvað með aðra minnihlutahópa? Fólk sem er líka að upplifa sig í jaðarhópi á jaðri en samt innan tæknigeirans? „Við leysum auðvitað ekki öll vandamál í einu. En stundum er gott að vinna saman að markmiðum sem eru keimlík og vera þá stærri heild, frekar en nokkrar smáar. Að því gefnu að verkefnið sem verið er að vinna að, sé sameiginlegt. Í tilfelli kvenna og kvára er það okkar upplifun að svo sé.“ Í stjórn Vertonet er kvár. „Mér finnst einmitt frábært að hán sé í stjórn því þá getum við rætt við einhvert sem þekkir upplifunina af eigin skinni, hvernig það er að vera kynsegin í tæknigeiranum.“ Elísabet segir Vertonet hafa stækkað hratt, meðbyrinn sé mikill og mörg járn í eldinum. „Styrkurinn sem við höfum fengið nægði til að ráða verkefnastjóra til að koma Playbook Vertonet á laggirnar, leiðarvísinum sem verður opinn fyrir alla að nýta sem verkfærakistu fljótlega. En við erum líka að vinna í ýmsu öðru, til dæmis að uppfæra vefsíðuna okkar, stöndum fyrir ýmsum viðburðum og svo framvegis,“ segir Elísabet en samtökin byggja að mestu á sjálfboðastarfi þeirra sem að félaginu standa. Aðspurð um góðu ráðin, nefnir Elísabet nokkur. „Mér finnst það af hinu góða þegar fólk er forvitið af góðum huga. Vill fá að læra og skilja betur út á hvað starf Vertonet gengur, hvers vegna það skiptir máli að konur séu ekki svona fáar í greininni, hvers vegna fjölbreytnin er betri fyrir alla og svo framvegis,“ segir Elísabet og bætir við: „Maður finnur nefnilega strax í samtölum, hvort svona forvitni er til staðar því henni fylgir ákveðin auðmýkt. Þá svarar maður og reynir að miðla, vegna þess að maður veit að forvitnin kemur af góðum hug. Jafnfljótur er maður hins vegar að nema þegar spurningar eru þess eðlis, að þær eru ekki tilkomnar af góðu eða neinni auðmýkt eða löngun til að vilja vita meira.“ Annað sem Elísabet nefnir er þegar karlmenn gerast bandamenn. „Það er eitt samtal sem er alltaf mjög sterkt í minningunni minni. Þá var ég nýkomin út á vinnumarkaðinn og í einu starfsmannapartý er ég allt í einu komin í eitthvað hlutverk að þurfa að svara fyrir ráðningu hjá öðru fyrirtæki, þar sem kona var ráðin í ákveðið starf ekki karlmaður, svona eins og ég væri einhver sérstakur málsvari fyrir þá ráðningu. Þessi maður steig þá inn í samtalið og sagði: Hún á ekkert að vera að svara fyrir þetta. Það er ekkert hennar að svara þessu,“ segir Elísabet og bætir við: Þennan mann þekkti ég ekki mikið þá en ég man hvað þetta hjálpaði mér ofboðslega mikið. Að þarna væri karlmaður sem væri til í að stíga inn í aðstæður og einfaldlega stoppa þá umræðu eða áreiti sem var á mig sem einu konuna í hópnum. Þegar karlmenn gera það, þótt það sé eflaust stundum erfitt fyrir þá líka, þá held ég að það hjálpi mjög mikið.“ Jafnréttismál Sjálfbærni Tækni Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01 Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00 „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Sem eru alveg frábærir svo að það sé sagt. En það felst engin fjölbreytni í því að vera bara eina konan í hópnum eins og margar konur í upplýsingatæknigeiranum þekkja,“ segir Elísabet og brosir. „Maður fattar reyndar oft strax hverjir eru „stelpupabbar“. Því þeir hegða sér öðruvísi gagnvart manni og hlusta oft betur á það sem konur eru að segja. Þegar ég hef spottað svona stelpupabba hef ég einfaldlega spurt: Átt þú dóttir eða dætur? Og þá kemur auðvitað eitthvað svar eins og: Já, já, ég á tvær dætur….,“ segir Elísabet og bætir við: Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði eða vakandi yfir því hvernig þeir taka á móti konum sem bætast í hópinn. Ég veit ekki hvort það sé meðvitað eða ómeðvitað, líklega bland af báðu, en þeir eru oft betri í að setja sig í spor kvenna. Það segir mér líka að það að vera meira í kringum konur og skilja þeirra hlið skiptir máli.“ Í Vertonet eru yfir 1300 meðlimir en frá árinu 2022 hefur Vertonet staðið fyrir átaksverkefni í samstarfi við um 20 fyrirtæki og stofnanir, sem vinna að því með ýmsum leiðum að auka þátttöku kvenna og kvára í upplýsingatæknitengdum störfum á Íslandi. Einungis fjórðungur starfsfólks í greininni eru konur. Þó vantar mikinn fjölda enn og til næstu ára vantar einfaldlega þúsundir. Í gær og í dag rýnir Atvinnumálið í málin. Stelpupabbarnir og hinir Það hefur verið viðvarandi vandamál í tæknigeiranum í áraraðir að konur eru allt of fáar, eftirspurnin eftir þeim þó mikil og vilji fyrirtækja til að auka á fjölbreytni innan sinna raða til staðar. Vandinn er hins vegar sá að of fáar velja upplýsingatæknigeirann sem sinn starfsvettvang og þess til viðbótar, eru þær líklegri en karlar til að hætta í geiranum. Þá er vítahringur atvinnulífsins sá að til að auka á fjölbreytninni innandyra hjá sér, vinna fyrirtæki oft markvisst að því að lokka til sín konur úr öðrum fyrirtækjum; Eitthvað sem á endanum leysir engan vanda ef það er eina leiðin. Með fjölgun kvenna og kvára í upplýsingatækni er því mörgum málum mætt samtímis; fjölbreytnin eykst og framboð kemst nær því að svara eftirspurninni, konur hætta að vera einar í hópi karla eða mjög fáar í hópi karla og svo framvegis. Elísabet Ósk er fædd árið 1997 og lærður rekstrarverkfræðingur. Elísabet þekkir það af eigin skinni og sem formaður Vertonet, hvernig það er að starfa í mjög karllægum geira. „Ég get nefnt mörg dæmi um það góða og það ekki góða, því oft helst þetta svolítið í hendur,“ segir Elísabet. Og tekur nokkur dæmi um algenga upplifun kvenna sem eru einar eða í miklum minnihluta í jafn karllægum geira og tæknigeirinn er. Að það sé ekki hlustað á mann er algengt. Eða að það sé ekki tekið mark á manni, svona eins og við vitum ekki hvað við séum að segja eða höfum síður vit á hlutunum í samanburði við karlmenn. Því staðreyndin er oft sú að karlmenn hlusta best á aðra karlmenn.“ Elísabet hefur meira og minna unnið með karlmönnum frá því að hún kom á vinnumarkað. Elísabet er rekstrarverkfræðingur og segir að þótt fjölgun hafi orðið á konum í greinininni, sé þróunin í atvinnulífinu afar hæg. Þessu vill Vertonet breyta en að Vertonet standa um 20 fyrirtæki og háskólar og meðlimir telja rúmlega 1300.Vísir/Vilhelm Annað sem Elísabet nefnir er virðing, eða jafnvel virðingarleysi. „Staðan getur verið þannig að þar sem tæknigeirinn er svo karllægur finnur maður að margir menn eru einfaldlega að glíma við það að vita ekkert hvernig þeir eiga að koma fram, taka á móti eða vinna allt í einu með konu eða örfáum konum. Það er auðvitað breyting en frá þeim mönnum sem ég hef talað við, sem hafa upplifað bæði einsleitan hóp karla á vinnustað en líka fjölbreyttari hóp, kjósa fjölbreytnina og fleiri konur.“ Eitt dæmi er síðan í hvaða stöðu konur eru oft settar. „Oft er maður settur í þá stöðu að vera málsvari jafnréttis eða talskona femínisma, bara af því að ég er þá eina konan í hópnum. Er þá spurð að því hvers vegna málin séu svona eða hinsegin. Þótt auðvitað eigi ekkert að beina þessum spurningum sérstaklega til mín.“ Elísabet segir margt hafa verið að þróast á betri veg í verkfræðinni. „Ég fór í rekstrarverkfræði, þar sem kynjahlutföllin voru mun jafnari en í öðrum greinum innan verkfræðinnar eða tölvunarfræði. Frá því að ég fór í nám, finnst mér hlutirnir aðeins hafa verið að þróast áfram og konum að fjölga, en það er þó hægt.“ Í tilfelli Elísabetar var hún ráðin til starfa til Advania af konu. „Sú kona var frábær yfirmaður sem meðvitað var að ráða konu til starfa. Atvinnuauglýsingin sem ég sótti síðan um var til dæmis eingöngu rituð í kvenkyni,“ segir Elísabet og lýsir því hvaðhenni fannst áhugavert að sjá slíka atvinnuauglýsingu.. Draumsýnin getur hins vegar hrunið ef það er ekki vel tekið á móti þessari einu konu sem er að bætast í hópinn. Því það að vera eina konan er aldrei auðvelt. Flestir fundir sem ég sit til dæmis, eru fundir með karlmönnum. Þótt eitthvað hafi bæst við af konum, er ég oftar en ekki eina konan á þessum fundum.“ Elísabet rifjar upp dæmi um samtal þar sem karlmaður steig inn í aðstæður og stoppaði áreiti á hana, þar sem hún var spurð spjörunum út og sett í þá stöðu að vera einhvers konar málsvari jafnréttis eða feminísma. Þetta sé dæmi um það sem karlmenn geta gert til að hjálpa, þótt eflaust sé það erfitt á stundum fyrir þá líka.Vísir/Vilhelm Hugrakkir karlmenn og góð ráð Elísabet segir til mikils að vinna að ná fleiri konum og kvárum inn í greinina. Fjölbreytni sé af hinu góða og þörfin á meiri fjölbreytni sé til staðar. En hvers vegna að fjölga konum og kvárum en ekki bara konum? „Upphaflega fór Vertonet af stað með það fyrir augum að fjölga konum. En við viljum ekki útiloka neitt og sem kvár ertu einstaklingur sem vilt ekki skilgreina þig samkvæmt kynjatvíhyggjunni. Ég sat ekki í stjórn þegar þessi ákvörðun var tekin en svo vill þó til að fyrsti viðburðurinn sem ég mætti á hjá Vertonet var einmitt aðalfundurinn þar sem þessi breyting var borin upp. Ég get því staðfest að um hana var mikil samstaða,“ segir Elísabet og er greinilega ánægð með að Vertonet standi fyrir fjölgun bæði kvenna og kvára. En hvað með aðra minnihlutahópa? Fólk sem er líka að upplifa sig í jaðarhópi á jaðri en samt innan tæknigeirans? „Við leysum auðvitað ekki öll vandamál í einu. En stundum er gott að vinna saman að markmiðum sem eru keimlík og vera þá stærri heild, frekar en nokkrar smáar. Að því gefnu að verkefnið sem verið er að vinna að, sé sameiginlegt. Í tilfelli kvenna og kvára er það okkar upplifun að svo sé.“ Í stjórn Vertonet er kvár. „Mér finnst einmitt frábært að hán sé í stjórn því þá getum við rætt við einhvert sem þekkir upplifunina af eigin skinni, hvernig það er að vera kynsegin í tæknigeiranum.“ Elísabet segir Vertonet hafa stækkað hratt, meðbyrinn sé mikill og mörg járn í eldinum. „Styrkurinn sem við höfum fengið nægði til að ráða verkefnastjóra til að koma Playbook Vertonet á laggirnar, leiðarvísinum sem verður opinn fyrir alla að nýta sem verkfærakistu fljótlega. En við erum líka að vinna í ýmsu öðru, til dæmis að uppfæra vefsíðuna okkar, stöndum fyrir ýmsum viðburðum og svo framvegis,“ segir Elísabet en samtökin byggja að mestu á sjálfboðastarfi þeirra sem að félaginu standa. Aðspurð um góðu ráðin, nefnir Elísabet nokkur. „Mér finnst það af hinu góða þegar fólk er forvitið af góðum huga. Vill fá að læra og skilja betur út á hvað starf Vertonet gengur, hvers vegna það skiptir máli að konur séu ekki svona fáar í greininni, hvers vegna fjölbreytnin er betri fyrir alla og svo framvegis,“ segir Elísabet og bætir við: „Maður finnur nefnilega strax í samtölum, hvort svona forvitni er til staðar því henni fylgir ákveðin auðmýkt. Þá svarar maður og reynir að miðla, vegna þess að maður veit að forvitnin kemur af góðum hug. Jafnfljótur er maður hins vegar að nema þegar spurningar eru þess eðlis, að þær eru ekki tilkomnar af góðu eða neinni auðmýkt eða löngun til að vilja vita meira.“ Annað sem Elísabet nefnir er þegar karlmenn gerast bandamenn. „Það er eitt samtal sem er alltaf mjög sterkt í minningunni minni. Þá var ég nýkomin út á vinnumarkaðinn og í einu starfsmannapartý er ég allt í einu komin í eitthvað hlutverk að þurfa að svara fyrir ráðningu hjá öðru fyrirtæki, þar sem kona var ráðin í ákveðið starf ekki karlmaður, svona eins og ég væri einhver sérstakur málsvari fyrir þá ráðningu. Þessi maður steig þá inn í samtalið og sagði: Hún á ekkert að vera að svara fyrir þetta. Það er ekkert hennar að svara þessu,“ segir Elísabet og bætir við: Þennan mann þekkti ég ekki mikið þá en ég man hvað þetta hjálpaði mér ofboðslega mikið. Að þarna væri karlmaður sem væri til í að stíga inn í aðstæður og einfaldlega stoppa þá umræðu eða áreiti sem var á mig sem einu konuna í hópnum. Þegar karlmenn gera það, þótt það sé eflaust stundum erfitt fyrir þá líka, þá held ég að það hjálpi mjög mikið.“
Jafnréttismál Sjálfbærni Tækni Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01 Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00 „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01
Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00
„Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03
Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02
Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02