Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:40 Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun