Í fyrri hluta viðtalsins svara formennirnir hefðbundnum atvinnuviðtalsspurningum. Þeir greina frá styrkleikum og veikleikum í starfi og segja okkur frá verkefni sem þeir hafa tekið að sér en klúðrað. Ef þeir tala of lengi er þaggað niður í þeim.
Þá fengu umsækjendur það verkefni að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar.