Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar 28. nóvember 2024 21:32 Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar